Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 21 ins. Draumar þeirra um frjálst og höfðinglegt líf, varðveittir og hafnir í hærra veldi í fornsögunum, hafa aldrei getað gleymzt niðj- um þeirra. Okkur er ekki tamt að hugsa í hópum, heldur sem ein- staklingar. En um fram allt er þetta lífsnauðsyn. Nógir aðrir verða til að minna okkur á smæðina. En hvað yrði af okkur sem þjóð, ef við værum sífellt að einblína á fámenni, fátækt og vanmætti? Ef við værum ekki svolítið brjálaðir í aðra röndina? Aldrei hefur þessu verið lýst af svo snillilegum skilningi sem í lítilli sögu eftir Jón Trausta: Þegar eg var á freigátunni. Maðurinn, sem er látinn segja söguna, fær sér flutning milli tveggja hafna með Hrólfi gamla, sem er að fara í útilegu á fjögra manna fari. Þetta er snemma vors, rosaveður og þrútinn sjór. Hrólfur stýrir fleytu sinni, sem titrar eins og laufblað á öldunum, af þeirri list, að sögumaður horfir á það hugfanginn. En allt í einu heyrir hann gamla manninn segja stundar hátt upp úr eins manns hljóði: „Þegar eg var á freigátunni!" Hann fer að hlusta, og Hrólf- ur heldur áfram að tala við sjálfan sig. Fyrst er eins og hann sé að rifja eitthvað upp, sem hafi gerzt fyrir löngu: hann hafi bjargað stóru herskipi, sem hafði villzt af leið, með því að fara um borð, taka sjálfur við stjórn, skipa fyrir, heimta blinda hlýðni, — stýra úr skerjakreppunni út á rúmsjó og sýna þar, hversu djarft mætti sigla einni freigátu, ef rétt væri á haldið. En smám saman er eins og þessi endurminning og líðandi stund renni saman. Hrólfur er nú á freigátunni, ekki á bátskelinni sinni. Sögumaður spyr einn hásetann í hljóði: „Hefur hann nokkurn tíma verið á herskipi?“ Og hásetinn hvíslar aftur: „Biddu fyrir þér! Aldrei á ævi sinni. Þetta rugl liefur komið yfir hann seinustu árin, ■eftir að hann missti einkason sinn, mesta efnismann, í sjóinn." Nú fer farþeganum ekki að lítast á blikuna. Hann er á þessu bátkríli í stórsjó, og maðurinn, sem heldur um stýristaumana og hefur líf hans í hendi sér, er ekki með öllum mjalla. Ekki þarf annað en Hrólfur gleymi því eitt andartak, hvað hann er að gera og má gera. Þá er úti um allt. Sögumanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. En hásetinn hughreystir hann. Hann þekkir Hrólf og hefur margsinnis heyrt hann tauta svona. Karlinn er alveg jafnöruggur við stýrið, þó að hann sé að bulla þetta. Allir keppast um að kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.