Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 38

Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 38
STEFÁN JÓNSSON Ttzt á um öxulgat Bréf til Jökuls. Hr. Jökull Jakobsson. Mér leiðast rithöíundar, sem rjúka upp til handa og fóta til að svara gagn rýni, þó að í henni gæti ef til vill vin- gjarnlegs misskilnings. Grátbrosleg er viðkvæmni okkar, sé um okkur eitthvað sagt á prenti. Það segir sig sjálft, að bréfið ætlaði ég ekki að byrja á þessa leið. Lg ætlaði að þakka þér, Jökull, og ritstjórn Félagsbréfa AB, fyrir grein þína í júníhefti um Veginn að brúnni. Ég hef lengi haft á þér góðan þokka og minnkar ekki sá við vinsemd þína. Mér finnst þessvegna skyldugt að leið- rétta greindarlegan misskilning þinn. Þetta þó fyrst: Sögunni ætlaði ég að koma út í þrennu lagi, en mig vant- aði útgefanda. Hann bauðst síðan, en útgáfan þar var gerð fyrir áskrifendur af sérstöku tilefni við sérstakt útgáfu- ár. Þar gat því ekki verið um annað að ræða en að sagan kæmi öll í einu eða yrði að öðrum kosti ekki með. Ég greip þetta tækifæri og minnist á það hér, vegna þess að vafalaust hefði sag- an haft nokkuð önnur áhrif í lestri með útkomu einnar bókar á ári. Nóg um það. Ert þú ekki þannig, að þér þyki vænna um lofsyrði en aðfinnslur fyr- 34 FÉLAGSBRÉF ir ritstörf þín? Finnst þér ekki lofið á rökum reist, en aðfinnslurnar hæpn- ar? Ég veit ekki um þig, en um mig veit ég. Þessvegna ekkert hér um fyrstu bók Vegarins. Þér finnst, að eftir að til Reykjavíkur kemur í sögunni, verði hún misheppnað verk. Þú segir skáld- skapinn hverfa og vonbrigði þín mik- il. En vegna viðurkenningarorða þinna um persónulýsingar, vel rakinn sögu- þráð, líf í frásögninni, hversu vel séu felldir inn sannsögulegir atburðir o. f 1., þá er augljóst, hvað nú er um að ræða: Vonbrigði þín eru hin sömu og Snorri Pétursson verður að þola. Skáld- skapurinn hverfur ekki, en hann er af annarrri gerð en áður, — og hann er þér ógeðfelldari. Raunveruleikinn yrk- ir ekki líf Snorra af sömu hrynjandi í Reykjavík og í sveitinni. Angur Snorra er af sömu rótum runnið og áður, en það vex ekki lengur í sama jarðvegi og ber því annan blæ. Þér finnst Vegurinn að brúnni hafa einkenni minningasagna og birtir út frá því greindarlegan misskilning þinn á því, að þessvegna misheppnist verk- ið. Allar sögur, sem svo eru bundnar einni persónu, að atvikin gerast öll i návist hennar, fá einkenni endurminn-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.