Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 38
STEFÁN JÓNSSON Ttzt á um öxulgat Bréf til Jökuls. Hr. Jökull Jakobsson. Mér leiðast rithöíundar, sem rjúka upp til handa og fóta til að svara gagn rýni, þó að í henni gæti ef til vill vin- gjarnlegs misskilnings. Grátbrosleg er viðkvæmni okkar, sé um okkur eitthvað sagt á prenti. Það segir sig sjálft, að bréfið ætlaði ég ekki að byrja á þessa leið. Lg ætlaði að þakka þér, Jökull, og ritstjórn Félagsbréfa AB, fyrir grein þína í júníhefti um Veginn að brúnni. Ég hef lengi haft á þér góðan þokka og minnkar ekki sá við vinsemd þína. Mér finnst þessvegna skyldugt að leið- rétta greindarlegan misskilning þinn. Þetta þó fyrst: Sögunni ætlaði ég að koma út í þrennu lagi, en mig vant- aði útgefanda. Hann bauðst síðan, en útgáfan þar var gerð fyrir áskrifendur af sérstöku tilefni við sérstakt útgáfu- ár. Þar gat því ekki verið um annað að ræða en að sagan kæmi öll í einu eða yrði að öðrum kosti ekki með. Ég greip þetta tækifæri og minnist á það hér, vegna þess að vafalaust hefði sag- an haft nokkuð önnur áhrif í lestri með útkomu einnar bókar á ári. Nóg um það. Ert þú ekki þannig, að þér þyki vænna um lofsyrði en aðfinnslur fyr- 34 FÉLAGSBRÉF ir ritstörf þín? Finnst þér ekki lofið á rökum reist, en aðfinnslurnar hæpn- ar? Ég veit ekki um þig, en um mig veit ég. Þessvegna ekkert hér um fyrstu bók Vegarins. Þér finnst, að eftir að til Reykjavíkur kemur í sögunni, verði hún misheppnað verk. Þú segir skáld- skapinn hverfa og vonbrigði þín mik- il. En vegna viðurkenningarorða þinna um persónulýsingar, vel rakinn sögu- þráð, líf í frásögninni, hversu vel séu felldir inn sannsögulegir atburðir o. f 1., þá er augljóst, hvað nú er um að ræða: Vonbrigði þín eru hin sömu og Snorri Pétursson verður að þola. Skáld- skapurinn hverfur ekki, en hann er af annarrri gerð en áður, — og hann er þér ógeðfelldari. Raunveruleikinn yrk- ir ekki líf Snorra af sömu hrynjandi í Reykjavík og í sveitinni. Angur Snorra er af sömu rótum runnið og áður, en það vex ekki lengur í sama jarðvegi og ber því annan blæ. Þér finnst Vegurinn að brúnni hafa einkenni minningasagna og birtir út frá því greindarlegan misskilning þinn á því, að þessvegna misheppnist verk- ið. Allar sögur, sem svo eru bundnar einni persónu, að atvikin gerast öll i návist hennar, fá einkenni endurminn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.