Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 5

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 5
árnibergmann Tsjekhov um Tsjekhov: ritnöfundurinn og manneskjan I. Margir hafa haldið því fram að sá sem vill kynnast rithöfundi þurfi ekki annað en lesa verk hans. Þar sé allt að finna sem máli skiptir. Ofáir höfundar hafa líka vísað frá sér forvitni um einkahagi sína og ævisögu með því að benda á verk sín. Tsjekhov sjálfur tekur undir þetta sjónarmið í minnisbókum sínum. Þar segir á einum stað: Mikil nautn er það að bera virðingu fyrir fólki! Þegar ég skoða bækur kemur mér það ekki við, hvernig ástum höfundanna var háttað eða hvort þeir spiluðu á spil, ég sé aðeins undraverð verk þeirra (X, 447. Hér og framvegis er vitnað í ritsafn Tsjekhovs í 12 bindum sem út kom í Moskvu 1956). Þessi setning er merkileg: Hún minnir á hlédrægni Tsjekhovs sjálfs og andúð hans á óþarfa hnýsni. Hún minnir um leið á andlegt örlæti hans: Mikil nautn er að geta borið virðingu fyrir öðrum - og þá ekki síst starfsbræðrum. Og í þriðja lagi: Er hann ef til vill að láta liggja að því, að það sé ekki hollt að rýna um of í ævi höfundanna sjálfra ef maður vill ekki glutra niður virðingu sinni fyrir þeim? En merkur höfundur sem var uppi á sendibréfaöld sleppur ekki svo glatt með að vísa á verk sín ein saman. Þegar hann er á brott safna menn saman hverju snifsi frá hans hendi og gefa út og allir unnendur hans eru fegnir og glaðir, því þeir fá aldrei nóg af sínu eftirlæti. Þeir eru líka, séu þeir sæmilega innrættir, ekki aðeins á höttum eftir því hvernig ástamálunum var háttað eða hvort skáldið þeirra var spilafífl. Þeir lenda í margskonar leynilögregluævintýrum þegar þeir sjá í bréfum og öðrum persónulegum gögnum hugsanir og skoðanir sem hafa fyrr eða 1 í m a r i t u m b ó k m e n n t i r o g 1 e i k 1 i s t 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.