Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 27
því sem rithöfundur er ég skelfing fáfróður, ég þarf að skrifa af samvisku-
semi, með tilfinningu og svo vit sé í, skrifa ekki fimm arkir á mánuði heldur
eina örk á fimm mánuðum. Ég þarf að koma mér að heiman, fara að lifa á
700-900 rúblum á ári en ekki 3-4 þúsundum eins og núna, ég þarf að lýsa
frati á margt, en í mér er vísast meira af úkraínskri leti en dirfsku.
Hvað sem því líður: Tsjekhov fór til Sakhalín og margt fleira lagði hann
á sig, en af skáldsögunni miklu varð aldrei.
Stundum er hann svo í þeim ham að finnast ritstörfin einhver
óþolandi skylda og kvöð. Vorið 1894 skrifar hann Líku Mízínovu frá
Jalta og segir að sér leiðist, vegna þess að
...sú hugsun hverfur ekki frá mér eitt andartak að ég þurfi, sé skyldugur til
að skrifa. Skrifa, skrifa og skrifa. Ég er þeirrar skoðunar að sönn hamingja sé
óhugsandi án iðjuleysis. Hugsjón mín er að gera ekki nokkurn skapaðan
hlut og elska þybbna stúlku... Ég er í þeim mæli grátt leikinn af stöðugum
hugsunum um óumflýjanleg skyldustörf, að í heila viku hefi ég þjáðst af
óreglulegum hjartslætti (XII, 51).
Grernja Tsjekhovs getur semsagt beinst stundum að því að hann geri
ekki nóg, stundum reiðist hann svo þeim starfsaga sem hann hefur á sig
lagt: „Þegar ég er að skrifa núna (sumarið 1898) eða hugsa um að ég
verði að skrifa, þá finn ég til sama viðbjóðs og væri ég að éta kálsúpu
sem kakkalakki hefði verið dreginn upp úr" (XII, 233).
Og sarnt, og þó: Tsjekhov er líka stoltur af því sem hann hefur
skrifað. í reiðilegu bréfi til Lavrovs, ritstjóra Rússneskrar hugsunar, segist
hann marga vitleysu hafa gert en hann þurfi ekki að skammast sín fyrir
eina einustu línu sem hann hefur skrifað (X, 429). Og hvað sem hann
hefur áður sagt um skáldsöguna miklu sem aldrei var skrifuð og sína
ómerkilegu smámuni sem allir verði búnir að gleyma tíu árurn eftir að
hann er dauður, þá getur hann með sanni sagt við Súvorín (1895):
„Jæja, fari þær í rass og rófu þessar bókmenntir, heldur ætti maður að fást
við lækningar. Annars er það ekki mitt að dæma um það. Bókmenntunum á
ég að þakka hamingjusömustu daga ævi minnar og það skásta af því sem
mér er kært" (XII, 70).
T í
marit um bókmenntir og leiklist
25