Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 61

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 61
- Þér lítið ekki nógu vel út. Þegar þér komuð til okkar í vor voruð þér yngri og hressari. Þér voruð í miklum ham og sögðuð margt merki- legt og ég skal viðurkenna að ég var pínulítið hrifin af yður. Einhverra hluta vegna hefi ég oft munað eftir yður í sumar og þegar ég var að búa mig í leikhúsið í dag fannst mér að ég mundi hitta yður. Og hún fór að hlæja. - En þér eruð eitthvað svo daufur núna, endurtók hún. Það gerir yður eldri. Daginn eftir borðaði ég morgunverð hjá Lúganovítsjhjónunum, á eftir fóru þau út í sumarbústað sinn til að ganga frá fyrir veturinn og ég með þeim. Eg kom svo aftur með þeim í bæinn og drakk hjá þeim te um miðnættið í friðsæld fjölskyldunnar meðan logaði á arni og móðirin unga brá sér öðru hverju frá til að gá að því hvort telpan hennar svæfi. Eftir þetta heimsótti ég Lúganovítsjhjónin hvenær sem ég kom í bæinn. Þau vöndust mér og ég þeim. Venjulega gekk ég beint inn til þeirra án þess að gera boð á undan mér. - Hver er þar? heyrði ég draga seiminn einhversstaðar inni í húsinu röddina sem mér fannst svo dásamleg. - Það er hann Pavel Konstantínovítsj, svaraði þjónustan eða þá fóstr- an. Anna Alexejevna kom fram til mín áhyggjufull á svipinn og spurði í hvert skipti: - Hvers vegna hefurðu ekki látið sjá þig svona lengi? Hefur eitthvað komið fyrir? Augnaráð hennar, fíngerð og göfug höndin sem hún rétti mér, kjóll- inn sem hún bar heima við, hárgreiðslan, röddin, fótatak hennar, allt skilaði þetta því til mín í hvert einasta skipti að eitthvað nýtt, fágætt og mikilvægt væri að gerast í lífi mínu. Við töluðum lengi í einu og þögðum lengi saman, og hugsaði hvort sitt, eða þá að hún lék fyrir mig á flygilinn. Ef enginn var heima, þá beið ég og talaði við fóstruna, lék mér við barnið eða lagði mig á dívaninn í skrifstofunni og las í blaði, og þegar Anna Alexejevna kom heim tók ég á móti henni í forstofunni, tók við því sem hún hafði keypt inn, og ein- hverra hluta vegna bar ég alltaf þessa pinkla inn með miklu ástríki og sigri hrósandi eins og strákur. Máltæki segir: Amstur kerling forðast kunni, svo keypti hún sér grís. Ekki vissu Lúganovítsj og kona hans hvað vandræði voru, svo varð ég þeirra vinur. Ef langur tími leið svo að ég kæmi ekki í bæinn, þá hlaut Tímarit um bókmenntir og leiklist 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.