Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 17
merkilegt viðfangsefni og skömm að því að ekkert hafi verið gert fyrir
fanga þar, en: „Sjálfur fer ég þangað út af smámunum" (XI, 416-417):
Látum svo vera að ferðin gefi mér ekki nokkurn skapaðan hlut, en getur það
verið að á öllu því ferðalagi lifi ég ekki tvo eða þrjá daga sem eru þannig að
ég mun rifja þá upp alla ævi síðan með hrifningu eða beiskju?
Hann ítrekar þessa skýringu á ferðalaginu - að hann vilji blátt áfram
breyta til - í öðru bréfi (XI, 425):
Ég fer til þess eins að lifa svosem hálft ár öðruvísi en ég hefi Iifað hingað til.
En það sem gerist er svo allt annað og meira en að höfundur sem er
orðinn dasaður á velgengni sinni sé að leita sér að „smámunum" eins
og sjaldgæfri reynslu. Tsjekhov kom í hverja einustu byggð á Sakhalín,
tók þar ótilkvaddur manntal meira að segja og notaði það tækifæri til
að tala sjálfur við hvern einasta refsifanga og útlaga (eða „nýbúa").
Hann skrifaði merka bók um eyna og fangana, skipti sér bæði af
einstaklingum með margskonar hjálpsemi og fyrirhöfn og af „kerfinu"
- eða eins og segir í bréfi til Súvoríns eftir leiðangurinn (XI, 506):
Ég ætla fyrst og fremst að berjast gegn ævilöngum refsingum, en í þeim sé
ég orsök alls hins illa, og gegn lögum um útlaga, sem eru skelfilega úrelt og
sjálfum sér ósamkvæm.
T í m a r i t
u m b ó k m e n n t i r o g
1 e i k 1 i s t
15