Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 59

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 59
ulmóð, sjálfur plægði ég líka og sáði og sló og lét mér leiðast og gretti mig fýldur eins og sveitaköttur sem stelur gúrkum úr garðinum til að sefa sultinn, mig verkjaði í allan skrokkinn og ég fékk mér blund þar sem ég var staddur. Framan af fannst mér að ég gæti hæglega sætt þetta strit við menningarvenjur mínar, ég hélt að til þess þyrfti ekki annað en halda uppi vissri ytri röð og reglu. Ég kom mér fyrir hér uppi í spari- herbergjunum, og kom því á að eftir máltíðir væri mér fært kaffi og líkjör, áður en ég fór að sofa las ég í Evróputíðindum. En svo kom prest- urinn okkar einu sinni í heimsókn, faðir Ivan, og hann drakk upp alla mína líkjöra í einni lotu og Evróputíðindin lentu líka hjá prestfólkinu, vegna þess að á sumrin, einkum um sláttinn, komst ég venjulega ekki heim í rúmið, heldur sofnaði einhversstaðar úti í skemmu eða bíslagi eða varðkofa úti í skógi - og hvað gat þá orðið um lestur? Smám saman færði ég mig niður á neðri hæð, fór að borða í eldhúsinu með vinnu- fólkinu og ekki var annað eftir af fyrra munaði en þetta þjónustulið sem annaðist föður minn á sínum tíma og mér þótti sárt að reka frá mér. Strax á fyrstu árum mínum hér var ég kosinn heiðursfriðdómari. Oðru hverju þurfti ég að fara til borgarinnar til að taka þátt í dómþingi eða fundum héraðsdóms og þetta létti á mér. Þegar maður situr hérna án þess að hreyfa sig tvo þrjá mánuði, ekki síst á veturna, þá kemur að því að maður fer að sakna lafafrakkans svarta. En í héraðsdómi mátti sjá bæði lafafrakka og einkennisbúninga og kjólföt, allt voru þetta lög- fræðingar, menn sem höfðu fengið háskólamenntun, maður hafði ein- hvern að tala við. Það var ekki lítill munaður að sitja í hægindastól í hreinni skyrtu og léttum skóm eftir að hafa sofið frammi í skúr eða étið í kokkhúsinu. Mér var tekið með kostum og kynjum í bænum og ég var fús til að eignast nýja kunningja. Og þar munaði mestu urn þann kunningsskap sem var mér sannast sagna mest að skapi - við Lúganovítsj aðstoðar- dómsforseta. Þið þekkið hann báðir, afskaplega elskulegur maður. Þetta var eftir íkveikjumálið fræga, rannsóknin stóð í tvo daga og við vorum að niðurlotum komnir. Þá leit Lúganovítsj á mig og sagði: - Vitið þér hvað? Komið heim með mér að borða. A þessu átti ég ekki von því ég þekkti Lúganovítsj lítið, ekki meir en opinber tilefni voru til, og ég hafði aldrei heimsótt hann. Ég rétt skrapp upp á herbergi til að skipta um föt og fór síðan í þetta matarboð. Og nú gafst mér tækifæri til að kynnast Önnu Alexejevnu, konu Lúganovítsj. Hún var enn kornung, ekki eldri en tuttugu og tveggja, og hálfu ári T í marit um bókmenntir og leiklist 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.