Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 30

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 30
Það er „eitthvað" sem okkur (rithöfunda og listamenn samtímans) vantar, það er rétt, og þetta þýðir að ef einhver lyftir klæðafaldi listagyðju okkar, þá blasir ekkert við. Hafið í huga, að rithöfundar sem við köllum sígilda eða blátt áfram góða og geta hleypt okkur í vímu, þeir eiga eitt það sameiginlegt sem miklu varðar: Þeir eru að fara eitthvað og kalla á mann með sér og maður finnur, ekki með skynseminni, heldur með allri sinni verund, að þeir eiga sér eitthvert markmið, rétt eins og vofa föður Hamlets sem til einhvers kom og hrærði upp í ímyndunaraflinu. Sumir, og þá hver eftir sinni getu, áttu sér nálæg markmið - afnám bændaánauðar, frelsi ættjarðarinnar, pólitíkina, eða blátt áfram vodkað, eins og Denis Davídov, aðrir áttu sér fjarlægari markmið, sem tengdust guði, öðru lífi, hamingju mannkynsins o.s.frv. Þeir bestu eru einkar raunsæir og lýsa lífinu eins og það er, en vegna þess að hver lína hjá þeim er gagnsýrð, eins og af safa, af meðvitund um markmið, þá finnur maður hjá þeim auk mannlífsins eins og það er einnig það líf sem ætti að vera, og það nær tökum á manni. En við? Við! Við lýsum lífinu eins og það er en þar fyrir utan, trrr, prrr... Lengra verðum við ekki lamdir áfram. Við eigum okkur hvorki nálæg né fjarlæg markmið og í sál okkar er auðn og tóm. Pólitíska stefnu eigum við enga, við trúum ekki á byltingu, guð er ekki til, við erum ekki hræddir við drauga og sjálfur er ég ekki einu sinni hræddur við dauðann eða að verða blindur. Sá sem ekkert vill, vonar ekkert og óttast ekkert, hann getur ekki verið listamaður... Við skrifum vélrænt og gerum ekki annað en að beygja okkur undir þá skipan sem löngu komst á og lætur suma gegna embættum, aðra versla og þá þriðju skrifa eitthvað (XI, 601). Þetta er óvenjulega grimm sjálfshirting - og um stundarsakir finnst manni að Tsjekhov sé farinn að nálgast hinn unga, rómantíska og byltingarsinnaða vin sinn Gorkí, sem einmitt kvartaði við hann og aðra yfir því að nú vantaði bókmenntirnar hin sterku orð „sem ljá sálinni vængi". Tsjekhov efast oft og mikið um getu bókmennta til að skipta sér af heiminum, en hann á það líka til að dást að höfundum sem reyna það. Til dæmis fylgist hann vel og rækilega með afskiptum Emile Zola af máli Dreyfusar sem frægt varð nálægt aldamótum. Hann er svo sannarlega mjög hrifinn og finnst að í því máli hafi til orðið nýr og betri höfundur: „Zola er göfug sál og ég ... er yfir mig hrifinn af frumkvæði hans." Og hann bætir við: „Frakkland er dásamlegt land og á sér B ] A R T U R O G F R U E M I L I A 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.