Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 76

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 76
Staníslavskíj þróaði með sér nýja aðferð í leiklist til að mæta kröfum þessara nýju leikrita. Aðferð hans varð fræg um allan heim og voru víða stofnaðir leiklistarskólar sem kenndu samkvæmt henni, t.d. hinn frægi skóli Lee Strasbergs í New York. Aðferðin byggir í grundvallarat- riðum á eðlilegum, raunsæjum leik og sálfræðilegu innsæi. Leikararnir urðu að skilja „sál og andblæ" leikritsins og þess var krafist af þeim að < þeir störfuðu sem samstilltur hópur og lytu í einu og öllu þeim kröfum sem listin gerði til þeirra. Slíkur leikstíll hæfði leikritum Tsjekhovs vel og var Staníslavskíj sannfærður um að þeir litu leiklist sömu augum. Tsjekhov hefur sannað það betur en nokkur annar, að leikathöfnin er fyrst og fremst sálræns eðlis og að túlkun á leikritaskáldskap verður að vera reist á þessu innra leikstarfi. Ytri athöfnin ýtir við taugum okkar, en sú innri gagntekur hjartað. (K. S. Stanislavskí: Líf í listum. Ásgeir Bl. Magnússon ís- lenzkaði. Reykjavík 1956. 2. b., bls. 46). Báðir stjórnendur Listaleikhússins leikstýrðu auk þess sem Staníslavskíj lék sjálfur og þeir sömdu ótal reglur og spakmæli handa leikurunum til að leggja áherslu á að hver og einn yrði að leggja sitt af mörkum því sýningin var borin uppi af samstilltu átaki allra: „Það eru ekki til nein <. lítil hlutverk - aðeins litlir leikarar," „Hamlet í dag, í aukahlutverki á morgun, en aukahlutverkið þarf einnig að túlka af list." í þessu leikhúsi voru fjögur síðustu leikrit Tsjekhovs sett upp. Segir Staníslavskíj í endurminningum sínum að leikritin hans og leikhúsið hafi verið svo samofin á þessum fyrstu árum að hvorugt þeirra hefði getað heppnast án hins. Mávurinn varð tákn Listaleikhússins og alla tíð síðan hefur Tsjekhov verið fastur liður á verkefnaskrá þess. (Þó var Mávurinn ekki sýndur í Listaleikhúsinu í fimmtíu og fimm ár samfleytt (milli 1905 og 1960) og báru menn fyrir sig að leikritið væri svo við- kvæmt og gerði kröfu til svo einstaks leiks að í öll þessi ár hefði ekki tekist að finna nógu góðan hóp leikara til að uppsetning væri möguleg.) VII. Tsjekhov er án efa mesti leikritahöfundur Rússa á þessari öld. A mæli- kvarða leikritaskálda eru afköst hans þó frekar rýr, enda liðu oft mörg ár án þess að hann kæmi nálægt leikritun. A þessu sviði á hann að B I A R T U R O G F R LI E M I L 1 A 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.