Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 14
sína") og drykkjuskap („þeir svolgra ekki í sig vodka hvar sem þeir
koma og þefa það ekki uppi í hverjum skáp því þeir vita að þeir eru
ekki svín"). En lykilorðið er, sem fyrr segir, uppeldið: Það er nauðsyn
að hafa uppeldisáhrif á „gesti Skvortsovs", þótt þeir séu áreiðanlega
mesta pakk, eða - eins og segir í lok þessarar merku þulu:
Til að ala sig upp og standa ekki neðar en það umhverfi sem maður lendir í
er ekki nóg að lesa Pickwick eftir Dickens og læra utan að eintal úr Faust...
Hér þarf til að koma endalaust starf dag og nótt, eilífur lestur, nám og vilji...
Hver stundin er dýrmæt.
Hér eru flestir innviðir í hinum móralska heimi Tsjekhovs reyndar
saman komnir: Allt það sem hann vill helst forðast (lygi og fals, til-
hneigingar til að nota aðra, níðast á öðrum) og allt það sem eftirsóknar-
verðast væri (sjálfsvirðing, mannleg reisn, að leggja öðrum lið). Og um
leið er minnt á að það kostar þrotlaust starf og mikinn sjálfsaga að reisa
þennan heim og halda honum við. Nú hefur það fyrr og síðar verið
siður, ekki síst ungra manna, að setja sér lífsreglur - sem verða ein-
hvernveginn eftir á pappírnum, komast aldrei þaðan út í daglega
breytni. En Tsjekhov var búinn þeim fágæta sjálfsaga að hann gat fyrr
og síðar staðið sjálfur við allt það sem hann las yfir bróður sínum
bersyndugum 22 ára að aldri. ITvort sem væri með afskiptum sínum af
einstaklingum, bókmenntum eða landsmálum.
Eitt lítið dæmi: Tsjekhov situr í Súmi vorið 1889 og dáist að náttúr-
unni og hollum áhrifum hennar í bréfi til Súvoríns:
Náttúran... stillir til friðar, þ.e.a.s. gerir mann kærulausan, en í þessum
heimi verður ekki hjá því komist að vera kærulaus. Kæruleysingjar einir
geta séð hlutina skýrt, verið réttlátir og unnið vel - auðvitað á þetta aðeins
við vitra menn og göfuga, sérgóðir menn og innantómir eru svosem nógu
kærulausir fyrir (XI, 354).
Brugðið er upp ákveðinni þversögn: Það kæruleysi (eða æðruleysi) sem
náttúran miðlar - það verður enn eitt vopnið í uppeldisstríðinu, í þeirri
afskiptasemi af tilverunni sem kemur fram í því að vinna sín verk og
vera réttlátur! En um leið er það að sjálfsögðu tekið frarn, að þetta
kæruleysi getur ekki öllum að haldi komið. Rétt eins og Tsjekhov þekkti
þá erfiðleika í uppeldi, að alþýða manna gat vel tekið upp á því að
B I A R T U R O G F R U E M I L I A
12