Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 79

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 79
Hann vildi sýna mönnum lífið eins og það er, hið góða og illa í marg- breytileika sínum. í öllurn leikritum hans eru það hin mannlegu gildi sem mest ber á. í staðinn fyrir að vera með ákveðinn boðskap er eins og hann vilji segja: „Ef þið farið fram á boðskap, þá gerið svo vel. Minn boðskapur gengur einmitt út á að predika ekki, dæma fólk ekki." Samt er Ijóst að Tsjekhov hafði skoðun á hlutunum og oftast tekur hann einhverja afstöðu með persónum sínum. Með sumum hefur hann greinilega samúð, með öðrum ekki. í Vanja frænda er Serebrjakov pró- fessor afhjúpaður sem loddari og Natasha í Þrem systrum er fulltrúi hins tilfinningalausa og smekklausa, meðan Vanja frændi og systurnar þrjár með drauma sína og langanir sem ekkert verður úr, eru greinilega persónur að hans skapi. Þetta er þó aðeins rétt að vissu marki, því að Tsjekhov lætur oft þær persónur sem hann hefur minni samúð með farnast betur bæði í ástum og starfi. I lok Mávsins standa Arkadína og Trígorín að mestu í sömu sporum og í upphafi leiksins, þrátt fyrir hlið- arspor Trígoríns með Nínu, en elskendurnir ungu, Nína og Konstantín, hafa séð á bak draumum sínum. Líf Vanja frænda og Sonju hefur ekki lengur neinn tilgang, en Serebrjakov fer burt eins og ekkert hafi í skorist. Lopakhín í Kirsuberjagarðinum er fulltrúi hinnar nýju stéttar og tekst að komast yfir óðalssetrið, en samt er hann alls ekki ógeðfelld per- sóna. í leikritum Tsjekhovs standa persónurnar yfirleitt á krossgötum. Þær horfa ýmist til baka og harma æskuárin þegar þær áttu sér enn vonir og drauma, eða þær horfa fram og láta sig dreyma um betri framtíð. Mávurinn er reyndar undantekning frá þessu. I því leikriti má segja að hann sýni allan ferilinn. í fyrsta þætti er hið unga leikritaskáld Kon- stantín að undirbúa sýningu á leikriti sínu og Nína, stúlkan sem hann er ástfanginn af, á að leika aðalhlutverkið. Þau eru ung og eiga enn framtíðina fyrir sér. Leikritið endar á því að Nína er orðin þriðja flokks leikkona með ömurlega fortíð og Konstantín rífur í sundur handrit sín og skýtur sig. Leikritið byrjar á spurningu Medvedenkos til Möshu: Af hverju ertu alltaf svartklædd? Hún svarar: Ég syrgi rnína eigin ævi. Ég er óhamingjusöm. Og þar með er tónninn sleginn. í síðustu leikritunum þremur er aðaláherslan hins vegar lögð á það augnablik á ævinni þegar menn gera sér ljóst að líf þeirra hefur ekki orðið eins og þeir væntu í æsku. Persónurnar eru daprar og finnst þær hafi farið á mis við eitthvað. Andrej orðar það svo í fjórða þætti Þriggja systra: Tímarit u m bókmenntir og leiklist 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.