Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 63

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 63
því hvers vegna hún varð á vegi einmitt hans en ekki mínum, og hvaða nauðsyn bar til þess að jafnskelfilegt glapræði gerðist í lífi okkar. Þegar ég kom til borgarinnar sá ég það í augum hennar að hún hafði beðið mín og hún játaði það fyrir mér sjálf að hún hefði frá því þá urn morguninn verið haldin einhverri sérstakri tilfinningu og gat sér þess til að von væri á mér. Við töluðum lengi saman, þögðum, en við játuð- um hvort öðru ekki ást okkar og földum hana í feimni og gættum henn- ar vandlega. Við vorum hrædd við allt sem gæti látið okkur koma upp um leyndarmál okkar hvort við annað. Ég elskaði hana blítt og innilega, en ég velti vöngum fram og aftur, ég spurði sjálfan mig að því til hvers ást okkar gæti leitt ef okkur brysti afl til að berjast við hana, mér fannst það með ólíkindum að þessi hljóðláta, dapurlega ást mín gæti allt í einu slitið harkalega í sundur farsælan lífsflaum manns hennar og barna, alls þessa húss, þar sem ég átti ást að fagna og borið var mikið traust til mín. Væri það heiðarlegt? Hún mundi fara með mér, en hvert? Hvert gæti ég farið með hana? Annað mál ef ég lifði glæsilegu og skemmti- legu lífi, ef ég væri til dæmis að berjast fyrir frelsi föðurlands míns, eða væri sjálfur frægur vísindamaður, leikari, listamaður. En ég yrði að taka hana úr einu ofur venjulegu hvunndagsumhverfi og flytja hana í annað eins eða verra. Og hve lengi mundi sú gæfa standa? Hvað yrði um hana ef ég veiktist, dæi, eða ef við blátt áfram hættum að elska hvort annað? Og að líkindum hugsaði hún sitt ráð með svipuðum hætti. Hún hugsaði um manninn sinn, börnin, um móður sína sem unni manni hennar eins og eigin syni. Ef hún gæfi sig á vald tilfinninganna, þá yrði hún að ljúga eða segja satt, og í hennar stöðu var hvorttveggja jafnskelfilegt og óþægilegt. Og hún hefur látið þá spurningu kvelja sig hvort ást hennar færði mér gæfu, hvort hún flækti ekki í einn hnút líf mitt, sem var erfitt fyrir og fullt af hverskyns óhöppum? Henni hefur fundist að hún væri ekki nógu ung fyrir mig lengur, ekki nógu iðin og dugleg til að byrja nýtt líf, og hún talaði oft við manninn sinn um að ég þyrfti að kvænast gáfaðri og virðingarverðri stúlku, sem yrði góð húsmóðir og hjálpar- hella, en hún bætti því jafnan við um leið, að hæpið væri að slík stúlka fyndist í allri borginni. Svo liðu árin. Anna Alexejevna átti nú tvö börn. Þegar ég kom í heimsókn, brosti þjónustustúlkan vinsamlega til mín, börnin æptu að nú væri Pavel frændi kominn og héngu um hálsinn á mér, allir voru glaðir. Þau skildu ekki hverju fram fór hið innra með mér og héldu að ég væri líka glaður og reifur. Öllum fannst ég mesta göfugmenni. Bæði Tímarit um bókmenntir og leiklist 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.