Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 20

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 20
vinkonur sínar eða les bræðrum sínum og öðrurn harðar siðferðilegar lexíur. Það er eins og hann óttist að alvaran gerist of frek og stefni bréfurn hans út í prédikun eða ofurviðkvæmni. Urn þetta eru fjölmörg dæmi í bréfum Tsjekhovs til Olgu Knipper: Jæja, ekki ætla ég að hryggja þig, konan mín góða og fágæta. Ég elska þig og mun elska, þótt þú svo lemjir mig með priki (XII, 472). Vitanlega getum við lesið á bak við hálfkæringinn í bréfunum, að ekki er allt með felldu í þessu fræga sambandi. Eins og þegar Tsjekhov skrifar leikkonunni sinni í janúar 1901, nokkrum mánuðum áður en þau gifta sig: Ég kyssi báðar hendur þínar, alla þína tíu fingur og ennið og óska þér gæfu og friðar og sem mestrar ástar, og að hún endist sem lengst eða svosem í fimmtán ár. Hvað heldur þú, getur slík ást verið til? Ég gæti átt slíka ást, en þú ekki... (XII, 431). Eitthvað mætti vera með öðrum hætti en reyndin er - en samt er eins og Tsjekhov geri ekki ráð fyrir því að svo geti orðið. Síst af öllu gerir hann lítið úr ástinni. í minnisbók hans má finna setningu sem ætluð er sögunni „Þrjú ár": „Má vera að reynsla okkar þegar við erum ástfangin sé einmitt eðlilegt ástand okkar. Það ástand bendir manninum á það hver hann ætti að vera" (X, 420). En við vitum líka að ástin í flestum sögum hans og leikverkum er ást karls og konu sem farast á mis með einhverjum hætti, og það er stundum engu líkara en Tsjekhov finnist að öðruvísi geti ekki farið. Hvort sem því ræður bölsýn skoðun á langlífi mannlegra tilfinninga eða trú á það sem einn vitur maður hefur kallað „að kunna að meta hinar miklu fjarlægðir". Löngu áður en Tsjekhov gekk í hjónaband (1895) skrifar hann í bréfi til Súvoríns: Veskú, ég skal gifta mig, fyrst þér viljið. En skilmálar mínir eru þessir: Allt verði sem áður var, það er að segja: Hún verður að búa í Moskvu en ég uppi í sveit, og ég kem svo í heimsóknir til hennar. Ég mun ekki afbera þá hamingju sem heldur áfram dag eftir dag, frá morgni til næsta morguns. Þegar talað er við mig urn eitt og hið sama upp á hvern dag og í sömu tóntegund, þá gerist ég hinn illskeyttasti. Það fýkur til dæmis illilega í mig í félagsskap Sergéjenko, vegna þess að hann er svo líkur konu („gáfaðri og B ] A RT U R O G F R U E M 1 L I A 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.