Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 55

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 55
annað en eigrað horna á milli og horft hnugginn út í dimrna gluggana. Honum leiðist! Ivan Dmítrítsj hætti þessum þönkum og leit á konu sína. - Veistu það, Masha, ég mundi fara til útlanda, sagði hann. Og hann fór að hugsa um að það væri gott að fara til útlanda seint um haust, eitthvað til Suður-Frakklands, Italíu... Indlands! - Ég mundi endilega vilja fara til útlanda líka, sagði konan hans. Gáðu nú að númerinu! - Bíddu aðeins! Ekkert liggur á... Hann gekk um gólf og hélt áfram að hugsa. Hvað nú ef konan hans færi í raun og veru til útlanda? Það er gaman að ferðast einn eða í fé- lagsskap kvenna sem eru léttar á bárunni, áhyggjulausar, lifa á líðandi stundu, en ekki með kvenmönnum sem hugsa og tala ekki um annað en krakkana alla leiðina, andvarpandi, hræddar við allt og alla og skjálf- andi yfir hverri kópeku. Ivan Dmítrítsj ímyndaði sér konu sína sitjandi í járnbrautarvagni með ótal körfur og pinkla, stynjandi yfir einhverju og kvartandi yfir höfuðverk eða því hvað hún er búin að eyða miklum peningum; öðru hvoru verður hann að hlaupa inn á stöðina eftir tevatni og smurbrauði. Hún getur ekki fengið sér almennilega að borða því það er svo dýrt... Hún mundi áreiðanlega sjá eftir hverri kópeku í mig, hugsaði hann og leit á konu sína. Það er hún sem á miðann, en ekki ég. Já og hvað ætti hún að vera að flækjast til útlanda? Þar hímir hún uppi á hótelherbergi og sleppir mér ekki frá sér... Ætli ég viti það ekki. Og í fyrsta skipti á ævinni tók hann eftir því, að konan hans hafði elst og ófríkkað, að hún var gagnsósa af eldhúsfnyk, en sjálfur var hann enn ungur, hraustur, hress og ætti kannski að fá sér aðra strax í dag. Auðvitað er þetta alltsaman tittlingaskítur og vitleysa, hugsaði hann, en... til hvers ætti hún að vera að fara til útlanda? Hvað ætli hún skilji svosem? En hún mundi náttúrlega fara... Ég get rétt ímyndað mér það... En í rauninni er henni sama hvort hún er í Napólí eða á Klín. Bara ef hún getur þvælst fyrir mér. Ég væri henni náttúrlega háður í öllu. Ekki væri hún fyrr búin að fá peningana en hún feldi þá bak við lás og slá eins og þessar kerlingar gera... Hún mundi fela þá fyrir mér... Hún gerir einhver góðverk á þessum ættingjum sínum, en sér eftir hverri kópeku í mig. Nú skaut ættinni upp í huga ívans Dmítrítsj. Ekki verða öll þessi bræður, systur, frænkur og frændur fyrr búin að frétta um vinninginn T í marit um bókmenntir og leiklist 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.