Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 57

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 57
ANTON tsjekhov Um ástina Daginn eftir fengu gestirnir mjög ljúffenga kjötsnúða í morgunverð, krabba og lambakótelettur og meðan þeir voru að borða kom kokkur- inn Níkanor upp til að spyrja hvað þeir vildu fá í hádegismatinn. Hann var meðalmaður á hæð, feitur í framan með lítil augu, nauðrakaður svo engu var líkara en yfirskeggið hefði ekki verið skafið af honum heldur reytt hár fyrir hár. Aljokhín sagði frá því að Pelageja fagra væri ástfangin af þessum matsveini. Hún vildi ekki giftast honum vegna þess að hann var fylliraftur og þá illur viðskiptis, en féllst á að lifa með honum bara svona hinsegin. En hann var mjög guðhræddur og trúin leyfði honum ekki að lifa sisona; hann heimtaði að hún gengi að eiga sig og vildi hana ekki annars og skammaði hana þegar hann drakk og barði hana meira að segja. Þegar hann drakk faldi hún sig uppi á lofti og grét og Aljokhín og þjónustufólkið fóru þá ekki úr húsi til að geta varið hana ef á þyrfti að halda. Þeir fóru að tala um ástina. - Hvernig ástin verður til, sagði Aljokhín, hvers vegna Pelageja fékk ekki ást á einhverjum öðrum sem betur hæfði henni að innræti og útliti, heldur elskar hún einmitt Níkanor, þetta líka trýnið, eins og við köllum hann öll - allt er það alþekkt og hægt að leggja út af því eins og hverj- um sýnist. Fram til þessa hafa fram komið aðeins ein sannindi um ást- ina sem ekki verður um deilt, og það er að „mikill er sá leyndardómur". Allt annað sem menn hafa sagt og skrifað um ástina varðar ekki lausn vandans heldur voru menn barasta að bera upp spurningu sem láðst hefur að svara síðan. Sú skýring á ástinni sem sýnist eiga við í einu til- felli passar hreint ekki við tíu önnur, og ég held það sé skást að útskýra hvert dæmi út af fyrir sig og reyna ekki að draga af því almennar álykt- T í marit u m bókmenntir og leiklist 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.