Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 78

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 78
ýmislegt dramatískt gerist, reyndar oftast milli þátta eða að tjaldabaki. Á sviðinu á sér síðan stað samspil persónanna þar sem kemur í ljós hvaða áhrif þessir atburðir hafa og hvernig persónurnar bregðast við þeim. í þessu felst einmitt kjarni þess sem Tsjekhov var að reyna að gera. í formála að bók sinni um leikrit Tsjekhovs segir bandaríski leikhús- fræðingurinn J. L. Styan: Vestræn hefð hefur vanið okkur á að halda að mikil leikrit eigi að fjalla um mikilsháttar fólk, merkisatvik og stórfenglega lífsreynslu. Tsjekhov fjallar um litlu atvikin, smáatriðin sem verða að tiltekinni almennri lífsreynslu; hann leiðir okkur skref fyrir skref að meiriháttar viðburðum með því að veita okkur innsýn í þúsund smáatvik. (J. L. Styan: Chekhov in Perfor- mance. Cambridge 1971, bls. 1.) Tsjekhov sagði sjálfur í bréfi til Súvoríns, dagsettu 2. janúar 1894: Sergejenko [leikritaskáld og kunningi Tsjekhovs] er að semja sorgarleik um Sókrates. Þessir þrjósku búrar hengja sig alltaf í mikilfengleik vegna þess að þeir kunna ekki að skapa neitt sem er lítilsháttar. Þeir eru stórir upp á sig í fyrirætlunum sínum, sem eru í öfugu hlutfalli við smekkvísi þeirra í bók- menntum. Það er auðveldara að skrifa um Sókrates en unga stúlku eða elda- busku. (Sjá Laurence Senelick: Anton Chekov. London 1985, bls. 50-51.) Þetta mætti kannski túlka svo að í huga Tsjekhovs væru öll mikilmenni eins í krafti mikilleiks síns en venjulegir menn aftur á móti sérstakir hver á sinn hátt, og þarafleiðandi væri áhugaverðara að skrifa um þá. Leikrit Tsjekhovs voru að þessu leyti ólík þeim leikritum sem áhorfend- ur í Moskvu og Pétursborg voru vanir. I stað eins eða tveggja stórra hlutverka sem ætluð voru ákveðnum leikurum, voru hlutverkin mörg og flest jafnveigamikil, því Tsjekhov hafði einkum áhuga á samspili persóna sinna. Ef til vill gerist fátt eitt á sviðinu en þess meira í sálar- djúpum persónanna. Tsjekhov var læknir og hafði til að bera ríka samkennd með löndum sínum. I hans augum voru allir jafnir og áttu rétt á sömu möguleikum í lífinu. I leikritum sínum leitaðist hann hvorki við að leysa nein vanda- mál né túlka neina ákveðna stefnu, hvorki pólitíska né samfélagslega. B J A R T U R O G F R U E M I L 1 A 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.