Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 64

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 64
fullorðnir og börnin fundu að um stofuna gekk göfug manneskja, og það bætti einhverjum sérstökum töfrum í hug þeirra til mín, rétt eins og einnig þeirra líf yrði hreinna og fegurra í nærveru minni. Við Anna Al- exejevna fórum stundum saman í leikhús, alltaf fótgangandi, við sátum hlið við hlið, axlir okkar snertust, ég tók kíkinn þegjandi úr höndum hennar og fann um leið að hún var mér nákomin, að hún var mín, að við gætum ekki hvort án annars verið, en fyrir einhvern undarlegan misskilning kvöddumst við jafnan eins og ókunnugt fólk og fórum hvort sína leið eftir leiksýninguna. Guð má vita hvað um okkur var tal- að í bænum, en það var ekki satt orð í öllu því sem sagt var. Seinni árin var Anna Alexejevna farin að heimsækja ýmist móður sína eða systur oftar en áður, hún var stundum í slæmu skapi, nú var komið að því að hún gerði sér grein fyrir ófullnægjunni í lífi sínu, sem hafði farið í súginn, og þá vildi hún hvorki sjá mann sinn né börn. Hún var farin að leita sér lækninga við taugabilun. Við þögðum og allir þögðu og þegar aðrir voru viðstaddir fann hún til einhverrar undarlegrar gremju í minn garð. Sama var um hvað ég talaði, hún var á öðru máli og ef ég átti í þrætum hélt hún með and- stæðingi mínum. Ef ég missti eitthvað, þá sagði hún kalt: - Til hamingju. Ef ég gleymdi kíkinum þegar við fórum saman í leikhús, þá sagði hún seinna: - Eg vissi að þú mundir gleyma honum. Sem betur fer eða því miður er ekkert í lífi okkar sem ekki tekur enda, fyrr eða síðar. Komið var að skilnaði, því Lúganovítsj hafði verið skipaður dómsforseti í héraði fyrir vestan. Þau þurftu að selja húsgögn- in, hestana og sumarhúsið. Þegar við fórum út í sumarhúsið og vorum á bakaleið og litum við til að horfa á garðinn í síðasta sinn og á græna þakið, þá voru allir daprir og ég skildi að tími var kominn til að kveðja fleira en þennan sumarbústað. Ákveðið var að í ágústlok mundum við senda Önnu Alexejevnu til Krím, en þangað vildu læknarnir senda hana, en skömmu síðar ætlaði Lúganovítsj að leggja af stað með börnin vestur. Heill hópur fylgdi Önnu Alexejevnu á lestarstöðina. Þegar hún var búin að kveðja mann sinn og börnin og rétt komið að þriðju hringingu hljóp ég inn í klefann til hennar til að skjóta upp á hillu körfu sem hún var rétt búin að gleyma - og nú þurfti ég að kveðja hana. Þegar augu okkar mættust þarna í klefanum, slepptu sálarkraftarnir okkur báðum B ] A R T U R O C F R U E M 1 L I A 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.