Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 18

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 18
V. Mig dreymdi að ég legði bakstur á magann á Sabelskuju. Hún er svo indæl og það gleður nrig að geta orðið henni að gagni, þótt ekki sé nema í draumi (XII, 62). Ekkert er vinsælla í skrifum um rithöfunda en að hnýsast í þeirra ástamál. Samt verður ekki reynt að fara í þá sálma hér: Bréf Tsjekhovs gefa takmarkaðar upplýsingar um það hvernig samskiptum hans við konur var háttað. Það er alltof flókin leynilögreglusaga að kanna það til dæmis, hvað er satt og hvað logið í mynd þeirri sem Lídía Avílova gefur af sambandi þeirra. Það er ekki sjálfgefið heldur að taka mark á lýsingu Ivans Búníns á því, hvernig eiginkona Tsjekhovs, Olga Knipper, lætur hann sitja yfir manni sínum fram á nótt, þá sjaldan hann kemur til Moskvu, meðan hún sjálf er úti að drekka og dufla. Eins þótt við rek- umst á afar dapurlega athugasemd um hjúskap í minnisbók Tsjekhovs: „Ef þú óttast einveru skaltu ekki giftast" (X, 486). Eg ætla heldur ekki að tína saman ívitnanir í bréf Tsjekhovs sem gætu sýnt fram á að hann væri sannur vinur kvenna né heldur aðrar sem nota mætti til að saka hann um kvenfyrirlitningu (það er líka hægt ef menn endilega vildu). En það er þrennt sem ber öðru meira á þegar konur og ástir ber á góma í bréfum Tsjekhovs: í fyrsta lagi: Æringinn er aldrei langt undan í skrifum hans til vinkvenna og síðar eiginkonu. I bréfi til Líku Mízínovu frá 1892 segir hann til dæmis (XI, 577): í yður, Líka, situr stærðar krókódíll og rétt geri ég í sannleika sagt í því að hlusta á rödd heilbrigðrar skynsemi en ekki hjartans, sem þér hafið bitið í. Burt, lengra burt frá mér! Nei, annars, Líka, hvernig sem allt veltist: Leyfið höfði mínu að svima í ilmvötnum yðar og hjálpið mér að reyra fastar á mig það ok sem þér hafið kastað mér um háls... Sælar að sinni, maísköngull sálar minnar. Með dólgslegri undirgefni kyssi ég yðar púðurdós og öfunda gömlu stígvélin yðar, sem sjá yður á degi hverjum. Skrifið mér um alla yðar sigra. Gangi yður allt í haginn og gleymið ekki þeim sem þér hafið að velli lagt - Mídíukóngi. Æringinn þarf að fá að sprikla, hvort sem Tsjekhov talar við hjartans B J A R T U R O G F R U E M 1 L I A 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.