Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 29

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 29
mörk sett kemur víða fram. Hann vitnar í verk Tolstojs og Púshkíns sér til stuðnings: „í Önnu Karenínu og Jevgení Onegín er ekki leyst úr einu einasta vandamáli, en þessi verk eru fullnægjandi af því einu saman að í þeim eru allar spurningar rétt fram bornar" (XI, 288). Um leið er rnjög greinileg andúð Tsjekhovs á því að menn séu að reyna að oftúlka verk > hans og koma á hann einhverjum pólitískum eða trúarlegum merki- miða: Ég óttast þá sem leita að stefnu og hneigð milli lína og vilja endilega sjá i mér frjálslyndan mann eða íhaldsmann. Ég er hvorki frjálslyndur, íhalds- maður né þróunarsinni, hvorki munkur né kæruleysingi að kenningu. Ég vil aðeins fá að vera frjáls listamaður og þykir miður að guð gaf mér ekki kraft til að vera einn af þeim. Ég hata lygi og ofbeldi í hverri mynd sem er... (XI, 263). Seinna í sama bréfi ítrekar hann einmitt þetta: Að „frelsi undan ofbeldi og lygi" sé efst á þeirri stefnuskrá sem hann kysi sér „ef ég væri mikill listamaður". En þeirri stefnuskrá vill hann samt ekki gefa jafnhátíðlegt heiti og heimsskoðun eða þvíumlíkt: > Ég á mér ekki enn neina pólitíska, trúarlega eða heimspekilega heimssýn, ég skipti um lífsskoðun á hverjum mánuði og þess vegna verð ég að takmarka mig við að lýsa því hvernig hetjur mínar elska, kvænast, eiga börn, deyja og hvernig þær tala (XI, 269). Þessi hógværð öll er samt ekki fullnægjandi þegar til lengdar lætur. Hún svarar ekki þeirri spurningu sem lætur Tsjekhov ekki í friði: Til hvers er hann að skrifa, með hvaða hætti koma bókmenntirnar inn í heim sem hann vildi gjarna bæta nokkuð með því að reisa handa honum skóla, lækna bændur af kóleru og hjálpa refsiföngum? Stundum kvartar hann yfir því að hann viti hreint ekki hvers vegna hann sé að ► þessu skriftabauki: Ekki er það fyrir almennan lesanda, sem er „illa menntaður og upp alinn", ekki fyrir lof og hrós sem honurn er and- styggð, til eru aðrar leiðir til að vinna sér inn peninga, honum sjálfum finnist að vísu gaman að skrifa, en rétt á rneðan á því stendur (XI, 311). Þeir tímar koma að hann beinlínis kvartar yfir því að hann hafi ekki einliverja þá heimsskoðun, hugsjón, sem geti rekið hann áfram. Og skal nú vitnað í mjög frægt bréf til Súvoríns frá árinu 1892: Tímarit u m bókmenntir og leiklist 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.