Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 47

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 47
hjartans karöfluna og viðbitið blessað. Einu sinni lokaði ég augunum á leiðinni heim og ímyndaði mér grís með piparrót af þeim sálarkrafti að ég fékk móðursýkiskast af tómri fíkn. Jamm, og svo þegar komið er heim undir hús þá er nauðsynlegt að á móti þér leggi beint úr eldhús- inu einhverja angan, ilm vitið þér... - Steiktar gæsir eru sannir ilmmeistarar, sagði heiðursfriðdómarinn og blés þunglega. - Segið það ekki, Grígorí minn Savítsj elskulegur, önd eða þá mýri- snípa geta gefið gæsinni tíu ilmstig í forgjöf og unnið samt. I ilmsveig gæsar er ekki að finna þá sönnu mildi og fínleika. Hressilegast angar þó nýr laukur, þegar hann er að byrja að steikjast og hvissar, sá þrjótur, út yfir allt húsið. Semsagt, þegar maður svo gengur inn, þá skal vera búið að leggja á borð, og um leið og maður sest niður er servíettunni stungið sisona ofaní hálsmálið og rólega, asalaust teygir maður sig eftir karöfl- unni sem vodkað blessað geymir. Og maður hellir ekki þessari elsku mömmu allra drykkja í staup, heldur í einhverskonar afabikar úr silfri, frá því fyrir syndaflóðið, eða þá í vambmikið glas með fornri áletrun: „Munkar munu og við því taka". Og maður drekkur ekki strax, heldur dregur fyrst að sér andann, nýr saman höndum, horfir svo með æðru- leysi upp í loft og síðan færir maður vodkað margblessað með æðru- leysi upp að vörunum og á samri stundu hlaupa neistar úr maganum út um gjörvallan líkamann... Svipur ritarans lýsti sjálfri alsælunni. - Neistar, endurtók hann og hnyklaði brýrnar. - Um leið og drukkið hefur verið er nauðsynlegt að fá sér góðan bita. - Heyrið mig nú, sagði dómsforsetinn og lyfti augum sínum upp á ritarann, talið ekki svona hátt! Út af yður er ég búinn að skemma tvö blöð. - Ææ, ég bið forláts, Pjotr Nikolajevítsj! Ég skal hafa hægt um mig, sagði ritarinn og hélt áfram í hálfum hljóðum: - Janim, það held ég. En maður þarf svo sannarlega að kunna þá list að velja sér vodkabita. Yður að segja er síldin langbest til þeirra hluta. Þér eruð semsagt búnir að éta af henni einn bita með lauk og sinn- epssósu, og þá strax, velunnari minn, meðan þér enn finnið fyrir neist- unum í maganum, þá skuluð þér borða kavíar hreinan og kláran, eða þá, ef vilji stendur til, með sítrónusneið og svo hreðku með salti, svo kemur aftur að síldinni, en ennþá betri eru saltar kantarellur, ef þær eru smáskornar eins og kavíar og þær eru inn teknar, skiljið þér, með lauk Tímarit um bókmenntir og leiklist 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.