Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 52
ANTON TSJEKHOV
Vinningsmiðinn
ívan Dmítrítsj, bjargálna maður, sem lifði með fjölskyldu sinni á tólf
hundruð rúblum á ári, og var mjög ánægður með hlutskipti sitt, settist
einhverju sinni eftir kvöldmat á dívaninn og fór að lesa blaðið sitt.
- Ég gleymdi að líta í blaðið í dag, sagði kona hans sem var að taka
af borðinu. Gáðu hvort þú sérð þar ekki vinningaskrána í happdrætt-
inu.
- Jú, hún er á sínum stað, svaraði Ivan Dmítrítsj. En varstu ekki hætt
við miðann þinn?
- Nei, ég endurnýjaði hann á þriðjudaginn var.
- Hvaða númer áttu?
- Það er flokkur númer 9499, miði númer 26.
- Einmitt það... Sjáum nú til... níutíu og fjórir níutíu og níu og tutt-
ugu og sex.
Ivan Dmítrítsj trúði ekki á happdrættislánið og hefði aldrei látið sér
detta í hug að skoða vinningaskrána, en hann sat nú með blaðið fyrir
framan sig og hafði svosem ekkert annað að gera og því lét hann fing-
urinn elta flokkanúmerin niður blaðsíðuna. Og um leið, rétt eins og ver-
ið væri að gera gys að vantrú hans, blasti við honum í annarri línu að
ofan talan 9499! Hann leit ekki á miðanúmerið sjálft, án þess að skoða
betur það sem hann sá lét hann blaðið síga niður á hné sér, og rétt eins
og einhver hefði skvett köldu vatni á magann á honum fann hann undir
herðablöðunum notalegan hroll, kitlandi, skelfilegan og ljúfan í senn.
- Masha, það er vinningur á níutíu og fjórir níutíu og níu, sagði
hann hljómlausri röddu.
Konan leit á undrandi og skelft andlit hans og skildi að hann var
ekki að gera að gamni sínu.
B ] A R T U R O C F R U E M I L I A
50