Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 52

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 52
ANTON TSJEKHOV Vinningsmiðinn ívan Dmítrítsj, bjargálna maður, sem lifði með fjölskyldu sinni á tólf hundruð rúblum á ári, og var mjög ánægður með hlutskipti sitt, settist einhverju sinni eftir kvöldmat á dívaninn og fór að lesa blaðið sitt. - Ég gleymdi að líta í blaðið í dag, sagði kona hans sem var að taka af borðinu. Gáðu hvort þú sérð þar ekki vinningaskrána í happdrætt- inu. - Jú, hún er á sínum stað, svaraði Ivan Dmítrítsj. En varstu ekki hætt við miðann þinn? - Nei, ég endurnýjaði hann á þriðjudaginn var. - Hvaða númer áttu? - Það er flokkur númer 9499, miði númer 26. - Einmitt það... Sjáum nú til... níutíu og fjórir níutíu og níu og tutt- ugu og sex. Ivan Dmítrítsj trúði ekki á happdrættislánið og hefði aldrei látið sér detta í hug að skoða vinningaskrána, en hann sat nú með blaðið fyrir framan sig og hafði svosem ekkert annað að gera og því lét hann fing- urinn elta flokkanúmerin niður blaðsíðuna. Og um leið, rétt eins og ver- ið væri að gera gys að vantrú hans, blasti við honum í annarri línu að ofan talan 9499! Hann leit ekki á miðanúmerið sjálft, án þess að skoða betur það sem hann sá lét hann blaðið síga niður á hné sér, og rétt eins og einhver hefði skvett köldu vatni á magann á honum fann hann undir herðablöðunum notalegan hroll, kitlandi, skelfilegan og ljúfan í senn. - Masha, það er vinningur á níutíu og fjórir níutíu og níu, sagði hann hljómlausri röddu. Konan leit á undrandi og skelft andlit hans og skildi að hann var ekki að gera að gamni sínu. B ] A R T U R O C F R U E M I L I A 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.