Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 77

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 77
mestu leyti frægð sína að þakka þeim fjórum leikritum sem hann samdi á síðustu átta árum ævinnar. í heildarútgáfu verka hans í þrjátíu bind- um, sem gefin var út í Moskvu á árunum 1974 til 1983 eru leikritin í þremur bindum en annað efni fyllir heil tuttugu og sjö bindi. Hvað er það í þessum fáu leikritum Tsjekhovs sem heillar okkur svo og gerir hann að einu mesta leikritaskáldi Evrópu síðastliðin hundrað ár? Svo að vitnað sé aftur í Staníslavskíj, þá segir hann um Tsjekhov í ævisögu sinni: Mönnum skilst ekki skáldskapargildið í leikritum Tsjekhovs við fyrsta lest- ur. Maður hugsar sem svo: „Jú, þetta er ágætt, en svo sem ekkert frábært. Það er ekkert, sem kem- ur manni á óvart. Maður hefur heyrt svipað áður. Þetta er mjög óbrotið, en eiginlega ekkert nýtt eða frumlegt." Svo man maður eftir einu atriði, einu tilsvari, svo rifjast hvert atriðið upp af öðru; og því meira, sem rifjast upp, því sólgnari verður maður í að muna. Hugurinn reikar frá einu atriði til annars og að lokum man maður allt leikritið greinilega. Og svo lesa menn það aftur og aftur og fer þá að óra fyrir þeim verðmætum, sem það hefur að geyma (Staníslavskí, 2. b., bls. 45). Tsjekliov er vissulega ekki allur þar sem hann er séður og hefur mönn- um reynst erfitt að komast að kjarnanum í leikritum hans, benda á það sem gerir þau svo áhrifamikil þrátt fyrir einfaldleika þeirra. Þegar Máv- urinn var settur upp hjá Listaleikhúsinu urðu gagnrýnendur frá sér numdir af hrifningu vegna þess að Tsjekhov blés nýjum og ferskum anda í staðnað leikhúslíf Rússlands sem hafði lengi byggt á klassískri hefð án mikilla breytinga. Leikrit hans voru afar ólík því sem þeir voru vanir og þeir hrósuðu byltingarkenndum breytingum hans, breytingum sem voru fyrst og fremst fólgnar í meiri einfaldleika og eðlilegum leik. Hann taldi að það væri ekki nauðsynlegt að allt lægi ljóst fyrir áhorf- andanum eins og hafði tíðkast. Betra væri að leyfa honum að draga sínar eigin ályktanir af því sem fram fór á sviðinu. Lengi vel hefur það verið venja í allri umfjöllun um Tsjekhov að segja að í leikritum hans væri sem ekkert gerðist, en sýna síðan fram á að í raun gerist heilmikið. í samanburði við þau leikrit sem voru sýnd mestalla nítjándu öldina þar sem lögð var áhersla á hefðbundinn sögu- þráð og fjörlega atburðarás, má sannarlega segja að fátt gerist á yfir- borðinu. En söguþráður er auðvitað fyrir hendi í leikritum Tsjekhovs, Tímarit um bókmenntir og leiklist 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.