Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 77

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 77
mestu leyti frægð sína að þakka þeim fjórum leikritum sem hann samdi á síðustu átta árum ævinnar. í heildarútgáfu verka hans í þrjátíu bind- um, sem gefin var út í Moskvu á árunum 1974 til 1983 eru leikritin í þremur bindum en annað efni fyllir heil tuttugu og sjö bindi. Hvað er það í þessum fáu leikritum Tsjekhovs sem heillar okkur svo og gerir hann að einu mesta leikritaskáldi Evrópu síðastliðin hundrað ár? Svo að vitnað sé aftur í Staníslavskíj, þá segir hann um Tsjekhov í ævisögu sinni: Mönnum skilst ekki skáldskapargildið í leikritum Tsjekhovs við fyrsta lest- ur. Maður hugsar sem svo: „Jú, þetta er ágætt, en svo sem ekkert frábært. Það er ekkert, sem kem- ur manni á óvart. Maður hefur heyrt svipað áður. Þetta er mjög óbrotið, en eiginlega ekkert nýtt eða frumlegt." Svo man maður eftir einu atriði, einu tilsvari, svo rifjast hvert atriðið upp af öðru; og því meira, sem rifjast upp, því sólgnari verður maður í að muna. Hugurinn reikar frá einu atriði til annars og að lokum man maður allt leikritið greinilega. Og svo lesa menn það aftur og aftur og fer þá að óra fyrir þeim verðmætum, sem það hefur að geyma (Staníslavskí, 2. b., bls. 45). Tsjekliov er vissulega ekki allur þar sem hann er séður og hefur mönn- um reynst erfitt að komast að kjarnanum í leikritum hans, benda á það sem gerir þau svo áhrifamikil þrátt fyrir einfaldleika þeirra. Þegar Máv- urinn var settur upp hjá Listaleikhúsinu urðu gagnrýnendur frá sér numdir af hrifningu vegna þess að Tsjekhov blés nýjum og ferskum anda í staðnað leikhúslíf Rússlands sem hafði lengi byggt á klassískri hefð án mikilla breytinga. Leikrit hans voru afar ólík því sem þeir voru vanir og þeir hrósuðu byltingarkenndum breytingum hans, breytingum sem voru fyrst og fremst fólgnar í meiri einfaldleika og eðlilegum leik. Hann taldi að það væri ekki nauðsynlegt að allt lægi ljóst fyrir áhorf- andanum eins og hafði tíðkast. Betra væri að leyfa honum að draga sínar eigin ályktanir af því sem fram fór á sviðinu. Lengi vel hefur það verið venja í allri umfjöllun um Tsjekhov að segja að í leikritum hans væri sem ekkert gerðist, en sýna síðan fram á að í raun gerist heilmikið. í samanburði við þau leikrit sem voru sýnd mestalla nítjándu öldina þar sem lögð var áhersla á hefðbundinn sögu- þráð og fjörlega atburðarás, má sannarlega segja að fátt gerist á yfir- borðinu. En söguþráður er auðvitað fyrir hendi í leikritum Tsjekhovs, Tímarit um bókmenntir og leiklist 75

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.