Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 54

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 54
- Já, óðal... það væri ágætt, sagði konan hans, settist niður og lagði hendurnar á hné sér. - Einhversstaðar í Túla- eða Orlovhéraði... I fyrsta lagi þyrftum við ekki lengur að leigja okkur sumarhús, og svo hefðum við tekjur af bú- skapnum. Svipmyndir flykktu sér í huga hans, hver annarri ljúfari og skáld- legri, og á öllum þessum myndum sá hann sjálfan sig vel saddan, róleg- an, hraustan, honum var hlýtt, jafnvel funheitt! Þarna er hann, nýbúinn að fá sér ískalda maltsúpu, liggjandi með magann upp í loft á heitum sandi rétt við ána eða undir linditré í garðinum... Það er heitt... Sonur hans og dóttir skríða í kringum hann, róta í sandinum eða reyna að góma pöddur í grasinu. Hann er í sætu móki, hugsar ekki um nokkurn skapaðan hlut og finnur það með öllum líkamanum að hann þarf ekki að fara í vinnuna, hvorki í dag né á morgun né heldur hinn daginn. Og þegar hann er leiður á að liggja fer hann í sláttinn eða að tína sveppi út í skóg eða þá að hann fylgist með því hvernig karlarnir veiða fisk í net. Þegar sólin er að setjast tekur hann lak og sápu og vafrar út í baðhús, þar fer hann úr fötunum asalaust, strýkur nakta bringuna lengi með lóf- unum og skríður svo ofan í vatnið. En í vatninu eru litlir fiskar á flökti rétt við matta sápuhringina og grænt slý vaggar sér þeim til samlætis. Eftir baðið: te með rjóma og smjörkringlum... Um kvöldið skreppur hann í göngutúr eða tekur í spil með nágrönnunum. - Já, það væri gott að kaupa sér óðal, segir konan hans sem er líka að láta sig dreyma og það sést á svip hennar að hún er heilluð af hugsun- um sínum. ívan Dmítrítsj sér haustið fyrir sér með rigningu, köldum kvöldum og mildum góðviðrisdögum. A þeim tíma er vel við hæfi að spássera sem lengst milli trjánna, í kálgarðinum, eftir árbakkanum til að fá í sig almennilegan hroll og drekka svo stórt vodkastaup og renna því niður með söltum sveppi eða gúrku - og fá sér svo annað. Börnin koma hlaupandi úr kálgarðinum með gulrófur og radísur sem anga af ferskri mold... A eftir hreiðrar hann um sig í dívaninum og skoðar eitthvert myndablað í makindum, síðan leggur hann blaðið yfir andlitið, hneppir frá sér vestinu og lætur renna á sig mók... Á eftir haustblíðunni kemur hráslagalegt skammdegið. Það rignir nótt sem dag, nakin trén grátandi, vindurinn er rakur og kaldur. Hund- ar, hestar og hænsni - allt er blautt, ömurlegt og lætur fara lítið fyrir sér. Hvergi hægt að spóka sig, hann kemst ekki út úr húsi, getur ekki B I A R T U R O G F R Ú E M I L í A 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.