Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 54
- Já, óðal... það væri ágætt, sagði konan hans, settist niður og lagði
hendurnar á hné sér.
- Einhversstaðar í Túla- eða Orlovhéraði... I fyrsta lagi þyrftum við
ekki lengur að leigja okkur sumarhús, og svo hefðum við tekjur af bú-
skapnum.
Svipmyndir flykktu sér í huga hans, hver annarri ljúfari og skáld-
legri, og á öllum þessum myndum sá hann sjálfan sig vel saddan, róleg-
an, hraustan, honum var hlýtt, jafnvel funheitt! Þarna er hann, nýbúinn
að fá sér ískalda maltsúpu, liggjandi með magann upp í loft á heitum
sandi rétt við ána eða undir linditré í garðinum... Það er heitt... Sonur
hans og dóttir skríða í kringum hann, róta í sandinum eða reyna að
góma pöddur í grasinu. Hann er í sætu móki, hugsar ekki um nokkurn
skapaðan hlut og finnur það með öllum líkamanum að hann þarf ekki
að fara í vinnuna, hvorki í dag né á morgun né heldur hinn daginn. Og
þegar hann er leiður á að liggja fer hann í sláttinn eða að tína sveppi út í
skóg eða þá að hann fylgist með því hvernig karlarnir veiða fisk í net.
Þegar sólin er að setjast tekur hann lak og sápu og vafrar út í baðhús,
þar fer hann úr fötunum asalaust, strýkur nakta bringuna lengi með lóf-
unum og skríður svo ofan í vatnið. En í vatninu eru litlir fiskar á flökti
rétt við matta sápuhringina og grænt slý vaggar sér þeim til samlætis.
Eftir baðið: te með rjóma og smjörkringlum... Um kvöldið skreppur
hann í göngutúr eða tekur í spil með nágrönnunum.
- Já, það væri gott að kaupa sér óðal, segir konan hans sem er líka að
láta sig dreyma og það sést á svip hennar að hún er heilluð af hugsun-
um sínum.
ívan Dmítrítsj sér haustið fyrir sér með rigningu, köldum kvöldum
og mildum góðviðrisdögum. A þeim tíma er vel við hæfi að spássera
sem lengst milli trjánna, í kálgarðinum, eftir árbakkanum til að fá í sig
almennilegan hroll og drekka svo stórt vodkastaup og renna því niður
með söltum sveppi eða gúrku - og fá sér svo annað. Börnin koma
hlaupandi úr kálgarðinum með gulrófur og radísur sem anga af ferskri
mold... A eftir hreiðrar hann um sig í dívaninum og skoðar eitthvert
myndablað í makindum, síðan leggur hann blaðið yfir andlitið, hneppir
frá sér vestinu og lætur renna á sig mók...
Á eftir haustblíðunni kemur hráslagalegt skammdegið. Það rignir
nótt sem dag, nakin trén grátandi, vindurinn er rakur og kaldur. Hund-
ar, hestar og hænsni - allt er blautt, ömurlegt og lætur fara lítið fyrir
sér. Hvergi hægt að spóka sig, hann kemst ekki út úr húsi, getur ekki
B I A R T U R O G F R Ú E M I L í A
52