Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 46

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 46
ANTON tsjekhov Freistarinn Að loknum málarekstri komu dómararnir saman í ráðstefnuherberginu til að fara úr einkennisflíkum og hvíla sig stundarkorn áður en þeir færu heim að éta. Dómsforsetinn, myndarkarl með mikla barta, sem í einu málanna sem afgreidd voru var á annarri skoðun en hinir, sat við borð og flýtti sér að skrifa sitt „sérálit". Mílkín friðdómari, ungur maður með angurværan þunglyndissvip, sem talinn var heimspekilega sinnað- ur, óánægður með umhverfi sitt og leitandi að tilgangi í lífinu, stóð við gluggann og horfði dapur út í húsagarðinn. Kollegi hans og annar heið- ursfriðdómarinn voru farnir heim. Hinn heiðursfriðdómarinn, feitur maður með andarteppu, og aðstoðarsaksóknarinn, ungur Þjóðverji með iðrakvefsandlit, sátu á dívani og biðu eftir því að dómsforsetinn lyki af skriftunum svo þeir gætu farið og fengið sér að borða saman. Frammi fyrir þeim stóð Zhilín dómsritari, lítill maður með smábarta við eyrun og sætleikinn sjálfur í framan. Hann setti upp hunangsbros, horfði á þann feita og sagði í hálfum hljóðum: - Allir viljum við fá að borða, vegna þess að við erum þreyttir og klukkan að ganga fjögur, en þetta er, Grígorí minn Savítsj, ekki sú sanna matarlyst, alvörulyst, þegar maður gæti étið föður sinn upp úr súru. Hún kemur ekki fyrr en maður hefur hreyft sig líkamlega, til dæmis hlaupið um á veiðum á eftir hundunum eða þegar maður hefur látið einhverjar bikkjur draga sig hundrað verstur í einni lotu. Imynd- unaraflið skiptir líka miklu máli, séra minn. Ef maður er til dæmis á leiðinni heim af veiðum og vill borða af sannri lyst, þá á maður aldrei að hugsa um neitt gáfulegt, viskan og vísindin rota alltaf alla lyst. Þér vitið það sjálfir að heimspekingar og fræðingar eru aumastir allra á sviði fæðunnar og nærast verr en nokkurt svín, með leyfi að segja. A leiðinni heim á maður að reyna að láta höfuðið hugsa einungis um B ] A R T U R O G F R Ú E M I L í A 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.