Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 75

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 75
ósæmilegt. Leyfi frá Opinbera leikhúsráðinu var líka nauðsynlegt og fékkst það í ágúst. Ráðið mæltist þó til þess að mávastefið yrði fellt nið- ur vegna þess að það minnti um of á Villiönd Ibsens. Mávurinn var frumsýndur í Aleksandrínskíj-leikhúsinu í Pétursborg í október eftir að- eins örfáar æfingar. Tsjekhov hafði laumast til að fylgjast með æfingum án þess að leikararnir vissu af og bjóst ekki við miklu. I bréfi til vinar síns skrifaði hann að uppfærslan væri líflaus og leiðinleg og greinilegt að leikararnir skildu ekki leikritið. Á síðustu stundu var kornung leik- kona, Vera Kommísarzhevskaja, - hún varð síðar fremsta leikkona þessa leikhúss og ævilangur vinur Tsjekhovs - fengin til að leika hlut- verk Nínu, og hreifst Tsjekhov þegar af leik hennar. Frumsýningar- kvöldið var hann meðal áhorfenda, en sá fljótlega að sýningin var enn misheppnaðri en hann hafði búist við þrátt fyrir leik Kommísarz- hevskaju. Hann leið vítiskvalir og fór út eftir þriðja þátt. Þá nótt gekk hann einsamall um götur Pétursborgar og þegar hann loks sneri heim til Aleksej Súvoríns, útgefanda síns og vinar, þar sem hann gisti, sagði hann: „Ég vil ekki tala við neinn og segi aðeins eitt: Ég er réttnefndur bjálfi ef ég skrifa nokkurn tíma aftur fyrir leikhús." Daginn eftir fór hann frá Pétursborg heim til Melíkhovo. Leikritið var aðeins sýnt átta sinnum enda fékk það afar slæma dóma. (Sjá formála P. Henry í A. P. Tsjekhov: Tsjajka. Letchworth 1965.) VI. Mávurinn var tekinn aftur til sýninga tveimur árum seinna hjá nýstofn- uðu leikhúsi í Moskvu, Listaleikhúsi Konstantíns Staníslavskíj og Vladímírs Nemírovítsj-Dantsjenko, og í þetta sinn við gífurlegan fögn- uð áhorfenda. Olga Knipper, sem varð síðar eiginkona Tsjekhovs, lék Arkadínu, Vsevolod Mejerkhold, einn fremsti leikari Rússa á þeim tíma, lék Konstantín og Staníslavskíj lék Trígorín. Sú sýning hefur orðið fræg í leiklistarsögunni, ekki einungis sem fyrsti stórsigur Tsjekhovs á sviði heldur einnig sem sú sýning sem aflaði Listaleikhúsinu og stefnu þess almennrar viðurkenningar. Listaleikhúsið var stofnað vorið 1898. Leikritaskáldið Nemírovítsj- Dantsjenko og leikarinn Staníslavskíj (báðir höfðu þeir einnig fengist við leikstjórn og kennslu) tóku höndum saman um að stofna nýtt leik- hús í þeim tilgangi að sviðsetja nútímaleikrit. Tímarit um bókmenntir og leiklist 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.