Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 43

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 43
I Þriðja sagan í syrpunni hér á eftir, „Um ástina", er hófstilltari en margar sögur aðrar um þetta efni að því leyti til að þar ríkir fyrst og síð- ast treginn hreinn - dapurleikinn yfir því að sá sem sögu segir lét ástina ganga sér úr greipum. Spurningar sem í öðrum sögum tengjast við samfélag manna og jafnvel pólitísk vandamál þess beinast í þessari sögu með hógværum en áleitnum hætti að þeim eilífðarvanda sem hef- ur fylgt mönnum allt frá því þeir fóru að kveða um Tristan og Isól og aðrar ástir í meinum: Er allt „lygi" sem stendur í vegi fyrir ástinni, geta elskendur sett sér eigin lög, gert það sem þeim helst sýnist? I þessari sögu, sem birtist fyrst árið 1898 og er með síðustu sögum frá hendi Tsjekhovs, stendur angurværðin með sönnum haustblóma. En þegar á feril Tsjekhovs hefur liðið er eins víst að við verðum æ oftar vör við þunga reiði í tónum hans og litum. Við höfðum áður lesið margar knappar og hnyttnar lýsingar í sögum hans á aldarfari og bæjabrag eins og til dæmis þessa hér: Bærinn drabbaðist niður í fáfræði og fordómum, gamlir karlarnir fóru aldrei lengra en í baðhúsið, embættismennirnir spiluðu og svolgruðu í sig brenni- vín, konurnar slúðruðu, æskan lifði hugsjónalaus, stúlkurnar dreymdi um hjónaband dag hvern meðan þær átu sinn bókhveitigraut, karlar börðu kon- ur sínar og svín spásseruðu um göturnar („Saga verslunarfyrirtækis"). Stundum vék hálfkæringurinn fyrir trylltum fáránleika lífsins: Sögu- maður í „Stikilsberjum" (sem sameinast sögunni „Um ástina" í flokki sagna sem þrír menn segja hver öðrum) kann til dæmis frá þessu hér að segja: Peningar eru eins og vodka: þeir gera mann sérvitran. I bænum heima lá kaupmaður einn fyrir dauðanum. Aður en hann geispaði golunni lét hann bera fyrir sig disk með hunangi og át alla sína peninga og verðbréf með hun- anginu til að enginn annar fengi þeirra notið. Oftar en ekki blandast heiftin djúpum trega rétt eins og þegar sögu- niaður í „Líf mitt" gerir upp sakirnar við sinn litla heim, þann eina sem hann þekkir: I allri borginni er ekki einn einasta heiðvirðan mann að finna! Þessi hús ykk- T í marit um bókmenntir og leiklist 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.