Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 55

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 55
annað en eigrað horna á milli og horft hnugginn út í dimrna gluggana. Honum leiðist! Ivan Dmítrítsj hætti þessum þönkum og leit á konu sína. - Veistu það, Masha, ég mundi fara til útlanda, sagði hann. Og hann fór að hugsa um að það væri gott að fara til útlanda seint um haust, eitthvað til Suður-Frakklands, Italíu... Indlands! - Ég mundi endilega vilja fara til útlanda líka, sagði konan hans. Gáðu nú að númerinu! - Bíddu aðeins! Ekkert liggur á... Hann gekk um gólf og hélt áfram að hugsa. Hvað nú ef konan hans færi í raun og veru til útlanda? Það er gaman að ferðast einn eða í fé- lagsskap kvenna sem eru léttar á bárunni, áhyggjulausar, lifa á líðandi stundu, en ekki með kvenmönnum sem hugsa og tala ekki um annað en krakkana alla leiðina, andvarpandi, hræddar við allt og alla og skjálf- andi yfir hverri kópeku. Ivan Dmítrítsj ímyndaði sér konu sína sitjandi í járnbrautarvagni með ótal körfur og pinkla, stynjandi yfir einhverju og kvartandi yfir höfuðverk eða því hvað hún er búin að eyða miklum peningum; öðru hvoru verður hann að hlaupa inn á stöðina eftir tevatni og smurbrauði. Hún getur ekki fengið sér almennilega að borða því það er svo dýrt... Hún mundi áreiðanlega sjá eftir hverri kópeku í mig, hugsaði hann og leit á konu sína. Það er hún sem á miðann, en ekki ég. Já og hvað ætti hún að vera að flækjast til útlanda? Þar hímir hún uppi á hótelherbergi og sleppir mér ekki frá sér... Ætli ég viti það ekki. Og í fyrsta skipti á ævinni tók hann eftir því, að konan hans hafði elst og ófríkkað, að hún var gagnsósa af eldhúsfnyk, en sjálfur var hann enn ungur, hraustur, hress og ætti kannski að fá sér aðra strax í dag. Auðvitað er þetta alltsaman tittlingaskítur og vitleysa, hugsaði hann, en... til hvers ætti hún að vera að fara til útlanda? Hvað ætli hún skilji svosem? En hún mundi náttúrlega fara... Ég get rétt ímyndað mér það... En í rauninni er henni sama hvort hún er í Napólí eða á Klín. Bara ef hún getur þvælst fyrir mér. Ég væri henni náttúrlega háður í öllu. Ekki væri hún fyrr búin að fá peningana en hún feldi þá bak við lás og slá eins og þessar kerlingar gera... Hún mundi fela þá fyrir mér... Hún gerir einhver góðverk á þessum ættingjum sínum, en sér eftir hverri kópeku í mig. Nú skaut ættinni upp í huga ívans Dmítrítsj. Ekki verða öll þessi bræður, systur, frænkur og frændur fyrr búin að frétta um vinninginn T í marit um bókmenntir og leiklist 53

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.