Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 11

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 11
Skemmuvegur, 28.10. 1992 Kom hingað klukkan fjögur í dag. Fyrsti frostdagur vetrarins og kalt að ganga þennan spöl niður í Mjódd til að sækja vindla. Þegar ég kom til baka var farið að dimma og búið að slökkva ljósin á bílapartasölunni handan við götuna þar sem risastór blikkpáfagaukur hangir á gormi úti í glugga. Fletti Times Literary Supplement meðan ég drakk dósa- bjórinn sem ég kældi undir krananum. Blaðið er frá því í júní 1977 og þar stóð m.a. að búið sé að loka tívolíinu í Battersea Park í London, en þangað kom ég sumarið 1973, og þó að árin hafi liðið hef ég ekki gleymt þeinr undarlega stað; parísarhjól, ryðgaðar hringekjur, hálftómir söluskúrar og næstum engin böm. Stjömubjartur himinn þegar ég labbaði eftir stígnum gegnum neðra Breiðholtið og upp í Hólahverfi. Þaðan er ekki svo langt að kofa- byggðinni við Rauðavatn. 9

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.