Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 27

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 27
Jón Karl Helgason Bjartur og borgarmyndin Af bekk undir suðurvegg gamla kirkjugarðsins í Reykjavík blasir við afsteypa af Útilegumanni Einars Jónssonar. Halldór Laxness talar fallega um þetta líkneski í stuttri blaðagrein frá fimmta áratugnum, hann segir vafasamt „hvort nokkur íslenskur myndhöggvari hefur enn gert verk sem er eins stórt hugsað eða sálfræðilega sterkt, þótt einhver kunni að finnast stflhreinni og listrænni eftir hina yngri menn. [...] Kjami íslensks harmleiks, örlög einbúans, birtist í Útilegumanninum á jafn veglegan hátt og í ýmsum bestu skáldverkum íslenskum í rituðu máli, t.d. Grettis sögu og Fjalla-Eyvindi.'" Skáldið hefði hægast getað bætt Sjálfstœðu fólki við þessa upptalningu, en eins og Árni Sigurjónsson rekur í verki sínu um Laxness og þjóðlífið hefur Halldór sagt að sú reynsla, þegar hann „stóð líklega sjö ára gamall í fordyri íslandsbánka andspænis myndinni af útilegu- manninum eftir Einar Jónsson“, hafi kveikt „frum- glæði“ þeirra heilabrota hans um „kotúnginn frá önd- verðu“ sem síðar báru ávöxt í sögunni um Bjart í Sumarhúsum. Frekari staðfesting á skyldleika Útilegu- mannsins og Bjarts er kápumynd Jóns Bjamasonar á frumútgáfu annars bindis Sjálfstœðs fólks sem gerð er eftir styttu Einars. í blaðagreininni um Útilegumanninn gerir Halldór að tillögu sinni að styttan verði steypt úr virðulegu efni og komið fyrir „á fögrum stað í höfuðborginni, - helst á Skólavörðuhæðinni eða 25

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.