Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 37

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 37
kennilegu andrúmslofti. Þeim fannst sem Adolf væri að klípa í taugaendana. Það var rúsínan á pítsu- endanum. Ég get alveg ímyndað mér að af að alast upp í slíku umhverfi sé eins og að vaxa eingöngu innan um IKEA hluti. Þangað til að beinin eru orðin hörð og barnafitan brunnin. Þannig. * Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég komst að því að allar byggingarnar á Skólavörðuholtinu voru hugarsmíð og steinsteypa eins og sama arkitektsins. Og upphafin draumabyggð annars manns sem þá var ráðherra. Og fól honum að hanna öll þessi hús. í þýskum ný- klassískum anda. Rómantík og hönnuð náttúra. Þjóðernisstefna. Steypt stuðlaberg. Veðruð gildi frá botni Miðjarðarhafsins. Þetta átti víst að verða Akrópólis Norðursins. 35

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.