Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 40

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 40
„Ég hef bara aldrei komið hingað áður. Það hefur alltaf staðið til en aldrei orðið neitt úr því.“ „Ertu nýkominn?“ spyr ég. „Já já, ég er bara nýstiginn út úr rútunni. Það var kona sem fylgdi mér hingað af rútustöðinni. María Guðmundsdóttir. Kennari. Hún var héðan úr bænum." „Og þarftu að komast á pósthúsið?" „Ég þarf að komast með bréf.“ „Þá verðurðu að komast á pósthúsið,“ segi ég, og dreg sólgler- augun mín upp úr jakkavasanum. Það er útlit fyrir bjartan dag og ég segi, til að segja eitthvað, að þetta sé nú aldeilis fínn dagur til að fara á pósthúsið. „Já, ég er bara held ég hundeltur af heppninni í dag,“ segir hann þá, og lítur í kringum sig pírðum augum. „Ég notaði nú bara tímann í rútunni til að skrifa smálínu. Þetta er svo langt ferðalag. Ætli þetta séu ekki svona fimm eða sex tímar.“ „Það fer eftir því hvaðan maður kemur,“ segi ég. „Já já, það er rétt. Og eftir því hvert maður fer, líka.“ Við erum komnir að Heimilisdeild Vogue, beint á móti „níunni“, og ég bendi honum á að koma yfir götuna. „Þetta er gamla fangelsið,“ segi ég og staðnæmist á gangstéttinni fyrir framan það. „Nú?“ segir hann og virðir fyrir sér dimma og drungalega bygginguna. „Er búið að reisa nýtt?“ „Það er alltaf verið að byggja fangelsi,“ svara ég og held áfram göngunni. „Ég hefði átt að minnast á það í bréfinu,“ segir hann þá eins og við sjálfan sig. „Mömmu hefði þótt það nú aldeilis vera fréttir.“ „Er bréfið til mömmu þinnar?“ spyr ég. 38

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.