Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 58

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 58
Frá elstu tíð hafa íslendingar hatast við Reykjavík, fólk var á síðustu öld talið danskt við það eitt að búa hér. ísland var langt fram á þessa öld eitthvert mesta og gallharðasta landbúnaðarsamfélag sem sögur fara af, og ráðamenn þessa lands, íslenskir, töldu það sitt helsta verkefni að koma með öllum ráðum í veg fyrir eðlilega þéttbýlis- myndun hér, settu lög sem bönnuðu að þorp mynduðust við sjávar- síðuna eins og landshagir kröfðu, en hröktu þess í stað fólk upp á heiðar og inn til dala í óskiljanlegt hokur eða ánauð vinnumennsk- unnar. Það var Tómas, og blessaður sé hann fyrir það, sem fyrstur sagði: Reykjavík! Þetta er indæl borg, hér eru meira að segja lóur í Vatnsmýr- inni sem eru að æfa lögin sín fyrir konsert morgun- dagsins og vesturbærinn er heimur með sálir sem syrgja og gleðjast. Alls staðar sá hann lífið að verki. Hann var þessi frómi og hrekklausi sveita- piltur sem gat meira að segja fórnað höndum og hrópað upp yfir sig: Ja hérna, öll þessi hús! En ósköp þurfti hann að láta sér sjást yfir margt til þess að geta gefið okkur þessa sjálfsmynd. Öll hreysin, skíturinn og drullan, aurinn á götunum, rónarnir og vitfirringarnir og þeir beygðu og þeir brotnu og þeir útþrælkuðu; og rigningin og rokið sem við vitum ósköp vel að ríkja yfir lífi okkar, gráminn, auðnin, moldin, öll sú mold í einni borg og allir sá sandur sem maður má bryðja hér! En það var ekki hlutverk Tómasar að benda á það sem allir sáu og allir vissu heldur hitt sem enginn hafði nokkru sinni hugsað um: að Reykjavík gæti haft þokka til að bera og að hvar sem manneskjurnar hópa sig þar kviknar ástin, þar er talað saman, spaugað og spjallað og horft og bent og vöngum 56

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.