Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Side 69

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Side 69
VALD Faol sagði: Við bæði syndgum og gjörum gott í blindni. Bryti nokkur var á hjóli og þegar hann var kominn að Kazandómkirkj- unni hvarf hann allt í einu. Veit hann hvort átti fyrir honum að liggja: að gjöra gott eða illt? Tökum annað dæmi: Listamaður einn keypti sér loðkápu og svo virtist sem hann gjörði gott gamalli konu bágstaddri sem seldi honum kápuna, en á hinn bóginn mun hann að öllum líkindum hafa gjört illt annarri gamalli konu, nánar tiltekið móður sinni, sem bjó hjá listamanninum og svaf venjulega frammi á gangi þar sem listamaðurinn hengdi upp nýju kápuna sína, illt vegna þess að af þessari kápu lagði svo megna lykt af formalíni og mölkúlum að gamla konan, móðir þessa listamanns, gat ekki vakn- að einn morguninn og dó. Eða skoðum þetta: rithandarfræðingur einn drakk sig blindfullan og gerði þau ósköp af sér að sjálfur Dibitsj herforingi hefði ekki getað fundið þar haus eða sporð á góðu og illu. Það er mjög erfitt að greina á milli góðra verka og syndar. Mishin velti fyrir sér orðum Faols og datt ofan af stól. - Fío-ho, sagði hann, liggjandi á gólfinu. Tsje-tsje. Faol hélt áfram: Tökum til dæmis ástina. Hún kann að vera ágæt, hún kann að vera slæm. Annars vegar er sagt: elska skaltu, hins- vegar er sagt: ekki spilla með eftirlæti. Kannski væri best að elska alls ekki? En skrifað stendur: elska skaltu. En svo þegar maður er farinn að elska þá kemur allt dekrið og stjanið. Hvað getur maður gert? Kannski á maður að elska, en barasta hinsegin? En til hvers er þá eitt og sama orð haft á öllum málum um að elska — bæði svona og hinsegin? Eg þekkti leikara sem elskaði móður sína og líka unga og þriflega stúlku. Og hann elskaði þær á mismunandi hátt. Hann lét stúlkuna fá mestallt kaupið sitt. Móðir hans svalt oft og einatt en stelpan drakk og át á við þrjá. Móðir leikarans hafðist við á 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.