Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 74
— Þau ætluðu hér um daginn að kveikja í honum með steinolíu,
sagði húsvörðurinn.
— Við helltum steinolíu yfir hann, sagði Korshúnov, en Kalúgín
greip fram í fyrir honum og sagði:
— Við vorum bara að hræða hann með því að hella yfir hann
steinolíu, en við ætlum ekki að kveikja í honum.
— Já, og ekki hefði ég leyft að lifandi maður væri brenndur að
mér viðstaddri, sagði Seliznjova.
— En hvers vegna liggur þessi maður hér í ganginum? spurði lög-
regluþjónninn allt í einu.
— Sæll vertu! sagði Korshúnov, en Kalúgín greip fram x fyrir
honum og sagði:
— Það er vegna þess að hann hefur ekki annað húsnæði: ég bý sko
í þessu herbergi, hún í þessu þarna, í þessu hann hérna, en Mishin
býr hér á ganginum.
— Það gengur ekki, sagði lögreglumaðurinn. Hver og einn hlýtur
að liggja í sínu eigin húsnæði.
— En hann hefur ekkert húsnæði nema á ganginum, sagði
Kalúgín.
— Einmitt, sagði Korshúnov.
— Svo liggur hann bara og liggur, sagði Seliznjova.
— Það gengur ekki, sagði lögregluþjónninn og fór og húsvörður-
inn með honum.
Korshúnov stökk að Mishin.
— Nú? æpti hann. - Hvað fannst þér um þetta?
— Bíðið nú aðeins, sagði Kalúgxn, gekk til Mishin og sagði:
— Heyrðirðu hvað lögregluþjónninn sagði? Stattu upp af gólfinu!
— Eg stend ekki neitt, sagði Mishin og hélt áfram að liggja á
gólfinu.
72