Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 70

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 70
gólfinu í forstofunni, en stúlkan hafði tvö ágæt herbergi til umráða. Stúlkan átti fjórar kápur en móðirin eina. Og leikarinn tók þessa einu kápu af móður sinni og lét sauma úr henni pils handa stúlk- unni. Og svo stjanaði leikarinn við stúlkuna en hann stjanaði ekki við móður sína heldur bar til hennar hreina ást. Hins vegar var leikarinn hræddur um að móðir hans mundi deyja en hann var ekki hræddur um að stúlkan mundi deyja. Og þegar móðir leikarans dó, þá grét leikarinn, en þegar stúlkan datt út um glugga og dó líka, þá grét leikarinn ekki heldur fékk sér nýja stúlku. Móðir virðist semsagt metin sem algjört rarítet, eins og sjaldgæft frímerki, sem ekki er hægt að skipta á fyrir annað. — Sho—sho, sagði Mishin, liggjandi á gólfinu, ho—ho. Faol hélt áfram: Og þetta er kölluð hrein ást! Er slík ást af hinu góða? Og ef ekki, af hverju þá að elska? Móðir ein elskaði barn sitt. Þetta barn var orðið tveggja og hálfs árs. Móðirin fór með það út í garð og setti það í sandinn. Aðrar mæður komu þangað líka með sín börn. Stundum var allt að fjörutíu litlum börnum safnað saman í sandinum. Svo var það einu sinni að óður hundur ruddist inn í garð- inn, æddi beint að börnunum og fór að bíta þau. Mæðurnar hlupu með ópum og veinum til barna sinna og þeirra á meðal móðirin sem við erum að tala um. Hún var fús til að fórna sjálfri sér, stökk að hundinum og sleit úr kjafti hans barn, sem hún hélt að væri hennar barn. En þegar hún hafði náð barninu sá hún að þetta var ekki hennar barn, og móðirin kastaði því til baka fyrir hundinn til að fá ráðrúm til að grípa sitt eigið barn sem lá þar rétt hjá og bjarga því frá bráðum bana. Hver getur svarað því hvort hún syndgaði eða gjörði gott? — Sjú-sjú, sagði Mishin og velti sér á gólfinu. Faol hélt áfram: Getur steinn syndgað? Eða tré? Syndga dýrin? Eða er manneskjan ein um það? 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.