Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 97

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 97
Við förum í búðina og ég kaupi hálfpott af vodka. Ég á ekki fyrir meiru, ekki nema smápeningar eftir. Við tölum í sífellu um allt mögulegt og allt í einu rifjast það upp fyrir mér að á gólfinu í herberginu mínu liggur dauð, gömul kona. Ég gýt augum til minnar nýju kunningjakonu: hún stendur við búðarborðið og skoðar krukkur með sultu. Ég laumast varlega út að dyrum og geng út úr búðinni. Beint á móti búðinni stoppar sporvagn. Ég stekk upp í sporvagninn og gái ekki einu sinni að því hvaða leið þetta er. Á Mikhajlovskaja fer ég út og geng heim til Sakerdons Mikhajlovitsj. Ég held á vodkaflösku, bjúgum og brauði. Sakerdon Mikhajlovitsj opnaði fyrir mér sjálfur. Hann var í sloppi sem hann hafði kastað yfir sig beran, í rússneskum stígvélum sem búið var að klippa ofan af og hafði loðhúfu með eyrnaskjólum, en eyrnaskjólin voru bundin saman upp á kollinn. — Gleður mig sannarlega, sagði Sakerdon Mikhajlovitsj þegar hann sá að þetta var ég. — Er ég ekki að trufla þig við vinnuna? spurði ég. — Neinei, sagði Sakerdon Mikhajlovits. Ég var ekki að gera neitt, ég sat bara á gólfinu. — Sjáðu nú til, sagði ég við Sakerdon Mikhajlovitsj. Ég er kominn til þín með vodka og viðbit. Við skulum kíkja í glas saman ef þú hefur ekkert á móti því. — Fínt, sagði Sakerdon Mikhajlovitsj. Komdu inn fyrir. Við fórum inn til hans. Ég opnaði vodkaflöskuna og Sakerdon Mikhajlovitsj setti tvö staup á borðið og disk með soðnu kjöti. — Ég er líka með smábjúgu, sagði ég. Hvernig étum við þau, hrá eða eigum við að sjóða þau? — Við setjum þau yfir, sagði Sakerdon Mikhajlovitsj, og meðan þau sjóða drekkum við vodka með soðna kjötinu. Það er upp úr súpu, ágætis soðið kjöt! 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.