Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 120

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Blaðsíða 120
En ég er nú samt rekinn til við að koma lagi á heiminn. Og nú stígur Listin fram. Þá en ekki fyrr skildi ég muninn á sól og hár- greiðu, en um leið komst ég að því að þetta tvennt er eitt og hið sama. Nú er það mitt verk að koma á réttri skipan. Ég er allur með hugann við þetta og ekki neitt annað. Ég tala um þetta, reyni að segja frá því, lýsa því, teikna það, dansa og smíða. Ég er skapari heimsins og það er það merkilegasta við mig. Hvernig kemst ég hjá því að hugsa um það án afláts! Ég legg í allt sem ég geri vitundina um að ég er heimssmiður. Ég bý ekki bara til stígvél, heldur fyrst og fremst nýjan hlut. Það er mér ekki nóg að stígvélið reynist þægilegt, fallegt og endist vel. Það skiptir máli að í því sé sama skipan og í öllum heimi, að heimurinn hafi ekki farið úr skorðum eða spillst við að snerta leður og nagla, að hvað sem stígvélaforminu lxður þá verði stígvélið áfram sjálfu sér trútt, verði áfram hreint. Hér er um að ræða þann sama hreinleika sem gegnsýrir allar listir. Þegar ég skrifa Ijóð þá finnst mér það sem mestu skiptir ekki hugmyndin, ekki innihaldið og ekki formið og ekki það þoku- kennda hugtak „gæði“ heldur dálítið sem er enn þokukenndara og óskiljanlegra allri rökhyggju, en ég er samt að vona að ég skilji, og þér líka, kæra Klavdija Vasíljevna. Ég á við hreinleikann í allri niðurskipan. Þessi hreinleiki er einn og hinn sami í sól, grasi, manni og kvæð- um. Sönn list stendur við hlið hins fyrsta veruleika, hún skapar heiminn og er hin fyrsta endurspeglun hans. Hún hlýtur að vera raunveruleg. En guð minn góður - sönn list getur verið fólgin í mestu smá- munum! „Hinn guðdómlegi gleðileikur" Dantes er mikill skáld- skapur en lítið Ijóð eins og „Máninn kólgubakka klýfur" er engu síðri. Því í báðum tilvikum mætir okkur sami hreinleiki og þar með 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.