Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Page 137

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Page 137
II Daníil Kharms var dauður og horfinn en ekki öllum gleymdur. 1962 var hlákuskeið í sovésku menningarlífi sem nægði m.a. til þess að farið var að gefa út aftur bækur sem hann skrifaði fyrir börn. Nokkrum árum síðar birtust nokkrar gamansamar örsögur fyrir fullorðna sem aldrei fyrr höfðu komið á prent — og þær lögðu fljótt leið sína til annarra landa. Það var vini Kharms, heimspekingnum Jakov Drúskin (d. 1980) að þakka að handritasafn hans hafði ekki glatast. Það var þó ekki fyrr en með málfrelsi því sem Gorbatsjov kom á 1986 að fyllilega kom í Ijós hvílíkan fjársjóð þetta safn hafði að geyma í skáldskap, fyndni, grimmum húmor og heimildum um skáldið og tíma þess. Það safn sem hér birtist í íslenskri þýðingu geymir þekktustu texta Daníils Kharms: obbann af örsögunum úr syrpu sem hann nefndi „Atvik" og einu löngu söguna sem eftir hann liggur, „Gamla konan“. Undir fyrirsögninni „Sögur og þættir“ eru ýmsir textar sem bera því m.a. vitni að ekki er alltaf auðvelt að skipa verkum Kharms í flokk: hér er brugðið á gamansaman leik við vini og kunningja, sagðar undarlegar skrýtlur, farið með hlálegar og grimmar örsögur og einnig valið úr athugasemdum um líf og list sem ef til vill áttu að verða annað og meira. Tvö bréf fylgja með sem segja m.a. frá hugmyndum Kharms um skáldskap. Prósaljóðin fjögur sem reka lestina gefa því miður alltof einhliða mynd af framlagi hans til ljóðlistar. Rímleysur eins og þessar eru sjaldgæfar í safni hans og reyndar ekki fyrirferðarmiklar hjá rússneskum samtíðarmönnum hans heldur. Kharms var, eins og flest önnur rússnesk skáld, mjög með hugann við músík ljóðsins, margt yrkir hann fremur fyrir áheyrendur en lesendur og leyfir sér þá bæði að smíða orð úr þekkj- anlegum og merkingarbærum rótum og svo atkvæðasyrpur sem 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.