Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 3

Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 3
Að yrkja á íslenzku Eftir Jón Helgason. (Að stofni til erindi flutt á aðalfundi Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn 25. febr. 1944). inhvern tíma hef ég haft handa á milli kver úr enskum fræðibókaflokki handa almenningi, þar sem margir titlar byrjuðu á How to ‘hvernig skal’...: Hvernig stjórna skal fundi, Hvernig semja skal smásögu, Hvernig stíla skal sendibréf o. s. frv. Mann hlýtur að furða á, önnur eins þjóðariðja og vísnagerð hefur verið á voru landi og þó flóknum reglum bundin, að ekki skuli hafa verið samin hjá oss handbók eða leiðarvísir: Hvernig setja skal saman vísur. Líklega yrði einhverjum að orði ef hann frétti að von væri slíkrar bókar að biðja hamingjuna að forða okkur frá henni, nóg væri hnoðið samt, og sá sem lag hefði á að yrkja mundi geta fleytt sér í þeirri iþrótt framvegis eins og hingað til, án nokkurrar sérstakrar tilsagnar. Mér virðist sá að vísu mundu hafa mikið til síns máls. Pessu erindi er heldur ekki ætlað að vera nein leiðbeining í ljóðagerð. En við íslenzkan skáldskap og sögu hans eru tengd mörg atriði sem verið getur að menn hafi sjaldan hugsað út í ellegar heyrt getið um, en þó væri ófróðlegt að þekkja ekki neitt til, allra helzt þeim sem sjálfir banga saman bögur, en líka öðrum. Til þess að gera svo víðtæku efni skil mundi ekki mega hlíta við minna en heila bók. Að þessu sinni verður ekki um annað að ræða en drepa á einstök atriði — fáein ósamkynja drög i bókina. Hvað merkir orðið skáld? Spurningunni verður því miður ekki svarað með neinni vissu; kynþáttur orðsins er ófundinn, svo að öruggt sé. I3að er einkennilegt að þó að elzta skáldskaparlag sem við þekkjum á Norðurlöndum sé sameiginlegt öllum germönskum þjóðum, þá er orðið skáld ekki samgermanskt. Englendingar og Pjóðverjar höfðu að fornu sams konar skáldskap og vér, en þeir kölluðu þá skáld sín scop eða scopf; báðar hafa þessar þjóðir að vísu fyrir löngu týnt því orði og fengið önnur í staðinn. Pað er eitt sem torveldir ættfærslu orðsins skáld að ekki er fullvíst hvort það hafði a eða á fyrir öndverðu. Við segjum nú einlægt skáld. En Færeyingar segja skald, og hendingar í vísum forn- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.