Frón - 01.06.1944, Síða 4

Frón - 01.06.1944, Síða 4
66 Jón Helgason manna benda til aS sá hafi einnig veriS framburSur forfeSra vorra. »Skald á búS til kalda« kvaS Kormákur eitt sinn í vosbúS er fjöll voru alhvít af snjó. Og HallfreSur vandræSaskáld lýkur svo vísu er hann orti meiddur í sjóvolki: muna úrþvegin eira aldan sínu skaldi. Pess hefur veriS getiS til, aS orSiS skáld væri í ætt viS þýzku sögnina schelten, sem merkir aS atyrSa eSa ávíta. MeS þessu væri gert ráS fyrir aS flim og kerskni, ádeila og níS, hefSi veriS svo mikill þáttur í verkum elztu skálda aS þau hefSu dregiS nafn af því, og er ekki fyrir aS synja aS í þessu geti veriS tilhæfa. Skáldum hefur eflaust á öllum öldum hætt til aS beita þeim vopnum er þeim voru tiltækust, ef þau áttu hendur sínar eSa málstaS aS verja. AS vísu bendir þaS lítiS sem oss er hermt frá þeim skáldum er næst eru forneskju í þá átt aS þeim hafi veriS tamara lof en last, en þar er þekking vor öll í molum og bilar alveg er lengra dregur aftur. Hugvitssamasti fulltrúi norrænnar málfræSi, prófessor Magnús Olsen í Osló, lék sér aS því á unga aldri aS setja fram mjög frumlega og nýstárlega skýring orSsins skáld. PaS er eitt merkilegt um þetta orS aS þaS er hvorugkyns (hvorki Svíar né Danir hafa fellt sig viS þetta; báSar þessar þjóSir hafa tekiS orSiS upp úr fornmálinu, en breytt kyninu: en skald, en skjald). Magnús Olsen lét sér nú hugkvæmast aS skáld væri tilorSiS úr skáald (eins og fá, ná úr fáa, náa) og geymdi í sér hiS hvorugkennda viSskeyti -ald. önnur orS meS þessu viSskeyti eru t. d. folald, hrúgald, rekald; stundum kemur þaS fyrir í orSum sem merkja áhöld, svo sem hafald (í vef, sbr. sögnina hefja), kerald, skotald (skúffa, þaS sem skotiS er inn eSa út). En ská- tengir hann viS rót sem þýSir aS skoSa eSa virSa fyrir sér (kunn m. a. úr þýzku sögninni schauen), og merki þá ská-ald upphaflega áhald til aS skoSa eSa athuga meS, skyggnigagn. MeSal frumstæSra þjóSa hvílir sérstök helgi á athöfnum skáldsins, skáld og prestur eru stundum eitt, bundiS mál skáldsins er taliS véfrétt úr æSri heimum, skáldiS þykir nátengdara goSum og máttarvöldum tilverunnar en aSrir menn. Af þessum rökum, hugSi Magnús Olsen, hefSi skáldiS dregiS nafn, þaS hafi veriS sjónargagn, fyrir orS þess og tilstilli hafi menn þótzt geta ráSiS í hvaS hin máttugu regin sem heiminum stjórna ætluSust fyrir. ViS ættum eftir þessu aS gera ráS fyrir,

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.