Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 17

Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 17
Að yrkja á íslenzku 79 Ver purpu|ratum [ exi|it, orjnatus | suos | indu|it, ajspergit | terram j flori[bus, ligna sil|varum | frondi[bus. Vorið sinn skarlatsskrúða ber með skikkju gulls á herðum sér, það skrýðir blómum bera grund, blaðskrúði sveipar nakinn lund *. Hinir fornu stuðlahættir eru annars eðlis. Auðkenni þeirra er ekki þýðleiki og mildi heldur harðar áherzlur, mikilvægum orðum fylgt fast eftir, skörp greining atriðisorðanna frá hinum sem minna kveður að, ekki jafnar mjúkar línur heldur flugstígur um fjöll og brekkur, — ákefð, móður, ástríða, ekki lull heldur stökk: Hvat hyggr þú brúÖi bendu, þá er hón okkr baug sendi varinn váðum heiðingja, hygg ek at hón vörnuð byöi! Hár fann ek he/ðingja riðit í hring rauöum, ylfskr er vegr ofcfcarr at ríða orindi. Vits er pörf þeim er víða ratar, dælt er heima hvat\ at augabragði verðr sá er efcfci kann ok með sno/rum sitr. Það er auðkenni þessara hátta að hver lína hefur tvö ris eða áherzlusamstöfur (skáletraðar hér að ofan; sérstaklega þarf athugunar við að önnur samstafa í ‘orindi’ á að vera jafnþung hinni fyrstu). En annars er hvorki samstöfufjöldi línunnar né hrynjandi í föstum skorðum, heldur lagar sig eftir efni, svo að tungan leikur ekki jafnfrjáls í neinum bragarhætti öðrum. Par sem línan rís ljá stuðlarnir mikilvægum orðum aukinn þunga. Ekkert fær betur skýrt muninn á stuðluðum hætti og rímuðum en ef við ímyndum okkur að t. d. 4. lína úr lengri vísunni hér að ofan væri komin inn í rímhátt: Hár hún | reið í | hringnum | rauðum, hygg ég | að hún | vörnuð | byði. Eða 3. lína úr styttri vísunni: Það er | mælt að | þörf sé | vits þeim er | víða | ratar. Eyra vort fyrir áhrifum fornhátta vorra er naumast svo glöggt nú orðið sem skyldi, og þarf að minnsta kosti nokkurrar tamningar við. Okkur hættir ósjálfrátt til að hneigjast að hinu 1 Strikin í latnesku vísunum eru skýrð í neðanmálsgrein á 70. bls. hýðingin er í lauslegra lagi, enda skiptir hátturinn hér meira máli en efnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.