Frón - 01.06.1944, Qupperneq 23
AS yrkja á íslenzku
85
hátta útlendir að uppruna, en hafa þó tekiS á sig slíkar myndir
að Iíklegt þykir að rímglaðir íslendingar eigi hlut í þeim:
Eg veit eina baugalínu,
af henni tendrast vann
eldheit ást í hjarta mínu,
allur svo eg brann,
bjartleit burtu hvarf úr rann.
Nú er ei hugurinn heima,
því hana ei öðlast kann.
Það er minn vandi, þó eg standi
í þessum skugga,
mœrðar blandi af minnis landi
mun eg brugga,
sérdeilis fyrir þig, sæmdin ungra fljóða,
lukkuna fáðu, laukaskorðin rjóða.
Áður á tíðum var tízka hjá lýðum,
svo tryggorðir kenndu:
frá barndómi blíðum með fremdarhag fríðum
að frægðum sér vendu;
af strengboga stríðum í Hárs elda hríðum
þeir herskeytin sendu,
eða á mar víðum skervallar skíðum
til skemmtunar renndu.
Krúsar lögur kveikir bögur
og kvæðin smá,
dæmisögur og glettur grá;
skúmin fögur fótaskjögur
færa margan á
inter poculá.
Hættir eins og þessir hafa nú fengið á sig elliblæ, og íslenzkum
skáldum leika þeir ekki Iengur á tungu. En þar fyrir er okkur
ekki þess varnað að heyra þokka þeirra.
Engin nálæg þjóð og líkast til engin þjóð í Evrópu hefur á
liðnum öldum lagt aðra eins ást á dýran kveðskap og íslendingar.
I3eir hafa ekki þreytzt á að finna upp alls konar ný tilbrigði og
skemmta sér við þau sem fyrir voru:
Helztar tel eg þær harmabætr,
hugsa eg um þegar lengjast nætr,
hversu að miðjungs mjöðurinn sætr
marga vega í kvæðum lætr.
Islenzkir rithöfundar fyrr á öldum fara ekki dult með að þeim
finnst til um ljóðagerð þjóðar sinnar. T. d. kemst Guðbrandur
biskup svo að orði í formála sálmabókarinnar 1589, að forfeður