Frón - 01.06.1944, Page 35

Frón - 01.06.1944, Page 35
Lok sambandsmálsins Eftir Jakob Benediktsson. ins og flestum lesendum Fróns mun kunnugt, birtist í dönsk- i j um blöðum allharðorð gagnrýni á aðgerðum íslendinga í sambandsmálinu, þegar fregnir bárust hingað í vetur um að Alþingi hefði samþykkt afnám sambandslaganna og stjórnar- skrárbreytingu um stofnun lýðveldis á íslandi. í sumum þessara blaðaummæla voru Islendingar beinlínis sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna, og kjarni gagnrýninnar var yfirleitt sá að ámæla Islendingum fyrir einhliða uppsögn á gagnkvæmum samningi. í þessum dómum blaðanna sfætti allmikils misskilnings bæði á formlegri réttarstöðu íslendinga og á þeirri afstöðu sem Alþingi tók til danskra hagsmunamála í síðustu samþykktum sínum. Pess er vert að geta, að Chr. Westergárd-Nielsen, mag. art., andmælti þessum ritstjórnarummælum blaðanna í greinar- góðri og óhlutdrægri kjallaragrein í Berlingske Aftenavis 6. marz sl., og voru ummæli hans að mestu leyti tekin til greina í morgun- útgáfu sama blaðs daginn eftir. Vegna þessara blaðaummæla sendi íslenzka sendiráðið í Kaupmannahöfn skömmu síðar frá sér greinargerð um afstöðu íslendinga í sambandsmálinu. Greinargerð þessi var m. a. send dönskum blöðum til leiðbeiningar (en ekki til birtingar); þau sjónarmið sem þar koma fram eiga þó engu síður erindi til Islendinga erlendis, og skulu því meginatriði þeirra rakin hér. Eins og öllum Islendingum mun kunnugt, voru sambands- lögin óuppsegjanleg til ársloka 1940, en eftir það gat hvor aðili AÖ yrkja á íslenzku (niðurlag). dómkirkjan í Niðarósi, sem hann var fluttur í nýkveðinn, hefur sífellt verið að breytast við niðurrif og hrun og nýsmíðar. Hér virðist þó óliku saman að jafna, annars vegar hið gljúpa efni orðanna, hins vegar harður steinninn. Pað liggur þá við að okkur geti fundizt meira en skáldaýkjur það sem í vísunni stendur: Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga. 7

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.