Frón - 01.06.1944, Qupperneq 46

Frón - 01.06.1944, Qupperneq 46
108 Guðmundur Arnlaugsson ViS komum hingað nýskráðir stúdentar fullir undrunar og eftirvæntingar, lítt skiljandi hina furðulega tungu sem reyndist okkur svo ólík því sem hún hafði verið í kennslustofunum heima. Fyrir þann sem kalla má að hafi lifað allt sitt líf á sama stað er það mikil reynsla að koma allt í einu í aðra borg í framandi landi. Heima í Reykjavík var maður sjáandi en sá þó ekki, vaninn hafði sljóvgað öll skilvit. Hús og götur voru ekki fögur eða ljót fyrir kraft þeirrar byggingarlistar sem í þau var lögð eða þeirra vankanta sem á þeim kunnu að vera, heldur miklu fremur fyrir allt önnur dulmögn. I3ar sem skemmtilegt fólk bjó voru falleg hús, við ýmsa staði voru tengdar minningar sem gerðu þá fallega eða ljóta. Hér í Höfn var engu slíku til að dreifa. Maður sér allt i fyrsta sinni eins og Adam forðum, drekkur í sig öll hin nýju og óvenjulegu form. Og svo lifir Reykjavík í manni að baki þessu öllu, svo sterkt að maður jafnvel sér ósjálfrátt fyrir sér þessi form flutt heim, sér þau við Austurstræti eða Lækjartorg. Maður sér ekki fallegt hús, snotra trjáröð, torg eða skemmtigarð án þess að leita því staðar heima i þeirri borg er mestallt líf manns hefur miðazt við fram að þessu. Og svo nýstárlegt sem þetta allt var er maður fór utan í fyrsta sinni, var það ekki minnsta ævintýrið að sjá Reykjavík aftur, sjá hve hún hafði smækkað og dregizt saman við að fá Höfn að baksviði. I’annig rifjaðist eitt af öðru upp fyrir mér. Viðhorf hins nýskráða stúdents fyrsta veturinn í Höfn. Heimilisleysið og einveran mitt í öllu margmenninu, kvöldsetur í köldu og óvistlegu herbergi, aleinn. Nú var ekki lengur hægt að skreppa inn til fjölskyldunnar, ef maður var leiður á lestri eða sjálfum sér. Eg man einn kaffivagn sem eg heimsótti stundum ef kvöldin urðu löng. Á daginn er ys og þys við vagnana, sendisveinar gleypa í sig sopann, í rauninni án þess að gefa sér stundir til að fara af baki, menn eru sifellt að koma og fara. En á kvöldin koma þar menn sem hafa nægan tíma, menn sem njóta kaffisins og kvöldsins við ylinn frá kaffimaskínunni og mannlegum félagsskap, menn sem kannske eru jafn heimilislausir og eg. Parna eru stór mál rædd frá einföldum sjónarmiðum. í þessari borg er maður einmana án þess að geta verið einn.. Hér er engin öskjuhlíð, engin Effersey, sem maður geti gengið út í og verið aleinn, hrist af sér ólundina og komið heim aftur eins og nýr maður eftir að hafa heyrt ölduna gjálpa við votarn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.