Frón - 01.06.1944, Side 50

Frón - 01.06.1944, Side 50
Grannar vorir í vestri Eftir Jón Helgason. ÞaS er gamalt mál aS í einu sjáist Snæfellsjökull á íslandi og Hvítserkur á Grænlandi, séu menn staddir í góSu skyggni miSja vegu milli landa. En næsta lítil kynni höfum viS haft af grönnum vorum til þeirrar handar, og liggja til þess ýms rök. Sú þjóS sem nú byggir Grænland er okkur alveg óskyld og talar tungu sem er gjörólík vorri. LandiS snýr viS okkur baki, okkar megin mestmegnis ísar og jöklar, háskar og öræfi, en hafnirnar og vistarverur mannfólksins nálega allar hinum megin. En mestu skiptir þaS, aS landinu hefur veriS haldiS lokuSu um langan aldur og öll mök viS þarlandsmenn óheimil. Samt vekur orSiS Grænland jafnan einkennilegan klökkva í hverju íslenzku brjósti... Nú þegar ferSir eru tepptar um heiminn og hver verSur aS hírast þar sem kominn er, reyna öll fráskila þjóSabrot eftir föngum aS safnast um sameiginlegt ætterni og minningar. Petta á einnig viS um granna vora í vestri. Grænlendingar í Danmörku stofnuSu fyrsta sinni meS sér félagsskap í apríImánuSi 1939. Félagar eru nú samtals á annaS hundraS, en margir þeirra eru Danir sem á einhvern hátt eru eSa hafa veriS tengdir Grænlandi. Grænlenzkir félagsmenn eru um 50, og þeir einir hafa atkvæSis- rétt á fundum. FélagiS heldur úti blaSi sem nefnist Kalátdlit (þaS þýSir Grænlendingar) og sent er öllum félagsmönnum ókeypis einu sinni á mánuSi. BlaSiS nýtur stuSnings ýmissa danskra manna og fær á þann hátt talsvert af auglýsingum, svo aS þaS getur boriS sig. PaS er prentaS tvídálkaS, annar dálkur á grænlenzku, hinn á dönsku, enda ekki ætlaS Grænlendingum einum. LaS er aS ýmsu leyti fróSlegt aS kynnast þessu blaSi, þó aS sá er þetta ritar verSi aS láta sér nægja danska dálkinn og þykist skilja á öllu aS meira væri variS í aS vera læs á hinn. í því eru fréttir bæSi aS heiman og af Grænlendingum í Danmörku, frásagnir um fundi félagsins og athafnir, eftirmæli látinna manna, fróSleiksgreinir og hugvekjur, jafnvel smásögur. En ljóSasmiSir virSast hérlendir Grænlendingar litlir vera. Félag þeirra hefur bæSi efnt til umræSufunda og skemmtana, og í einu atriSi aS

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.