Frón - 01.06.1944, Side 52

Frón - 01.06.1944, Side 52
114 Jón Helgason bezt vissu. »Ég fylltist aðdáun á þjóð sem sigrazt hefur á svo óblíðri náttúru« sagði Friðþjófur Nansen um Grænlendinga. Nú orðið eru þessar þjóðir að nokkuru leyti teknar að skipta um lifnaðarháttu. Grænlendingar hafa sumir Jagt niður hinar fornu veiðiaðferðir og eru í þess stað farnir að annast sauðfé eða rækta kartöflur eða stunda útgerð með nýrra sniði. Peim sem völdin hafa í löndum Eskimóa þykir heldur ekki hlýða að þeir fari með öllu varhluta af skólafræðslu og bóklestri. Pá er um tvennt að velja: annaðhvort að veita þessa fræðslu á máli þess fólks sem hennar á að njóta, ellegar á máli hinnar drottnandi þjóðar. Hvorttveggja hefur verið reynt. Peir sem heyrt hafa grænlenzku, t. d. þá er Grænlendingar hafa sent útvarpskveðjur heim, munu minnast þess að málið er hljómfagurt, en okkur ærið torskilið, enda er það svo ólíkt Evrópumálum að allri gerð, að það gæti eins vel verið kynjað af öðrum hnetti. Hér er ein setning úr blaðinu: kalátdlit nunát pivdlugo atuagkat ikigtungitsut agdlangne- Karsimáput. — Pað er útlagt: Bækur sem samdar hafa verið um Grænland eru nú orðið ófáar. Svo er að sjá sem kennsla hafi að einhverju leyti verið látin fara fram á dönsku í sumum grænlenzkum barnaskólum, en blað Grænlendinga heldur því fram að sú fræðslustarfsemi sé unnin fyrir gig, með þvi að hvorugir skilji aðra, börn né kennarar. Mun engan furða á því sem virðir fyrir sér setninguna hér að ofan. Sama aðferð hafi verið reynd — að sjálfsögðu með ensku — í Alaska, en gefizt misjafnlega. Aftur á móti hafi verið farin öfug leið innan sovétsamveldisins við Eskimóa þá er þar eiga heima. Handa þessum örlitla þjóðflokki, samtals eitthvað um 1200 manns, hafi margar bækur verið prentaðar á máli þeirra, þar á meðal ljómandi fallegar skólabækur, samdar sérstaklega handa börnum þeirra með gnægð skemmtilegra mynda teiknaðra við þeirra hæfi. Pað sé eitthvað annað en þær skólabækur sem út séu gefnar handa Grænlendingum. (Ætli þær séu gerðar af meiri vanefnum en Litla gula hænan?). Meðal Dana og jafnvel einnig rrieðal Grænlendinga sjálfra hafa verið til menn sem hafa látið sig dreyma um að Grænlend- ingar glötuðu máli sínu og gerðust dönskumælandi. Við könnumst við hið sama úr sögu okkar. Að vísu þykir okkur nú ótrúlegt, en engu að síður er það satt, að einstaka íslenzkir menn á 18. öld og framan af hinni 19. gerðust formælendur þeirrar skoðunar,.

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.