Frón - 01.06.1944, Page 53

Frón - 01.06.1944, Page 53
Grannar vorir í vestri 115 að helzti framavegur íslendinga væri sá, aS hafna tungu sinni og fara að tala og skrifa dönsku. Þá kvað séra Gunnar Pálsson langan brag sem í eru þessi erindi: Heróstratus hefur ei prís sem húsið brenndi fríða, sama mun þér sæmdin vís, ef svo vilt mál vort níða. Líkur fugli þú ert því þeim sem mönnum leiður dyggðalakur drjúgum í drítur sjálfs síns hreiður. Víst er ekki meining mín að máli dönsku kasta, tungan sú er fögur og fín og Ííflslegt hana að lasta. En hitt er skaði meiri en má maður nokkur hyggja íslenzkuna af að má og út úr heimi byggja. Kaupmannahafnarblað Grænlendinga tekur í þessu máli ein- dregið í sama strenginn og séra Gunnar Pálsson gerði hjá okkur á sinni tíð. Pað krefst þess af prestum, kennurum og öðrum embættismönnum sem ætli að starfa á Grænlandi að þeir kynni sér tungu landsmanna; að öðrum kosti muni þeir aldrei fá skilið þá né náð trúnaði þeirra. Grundvöllur að menntun Grænlend- inga hljóti að verða heimamálið. Hér er þess að gæta, sem varla mun öllum kunnugt, að undirstaðan hefur þegar verið lögð. Grænlendingar hafa fyrir löngu eignazt ritmál, og ófáar bækur eru til á máli þeirra, bæði þýddar (þar á meðal biflían öll) og frumsamdar. Að vísu er guðsorðið þar mjög yfirgnæfandi, líkt og var hjá okkur fyrrum, en þeir hafa þó eignazt dálítinn vísi til nútíðarbókmennta, bæði kveðskap, leikrit og skáldsögur. En betur má ef duga skal. Að sjálfsögðu eru á því ærin vandkvæði að sjá svo fámennri þjóð fyrir sæmilegum bókakosti. Fé til bókagerðar er ekki einhlítt, þótt til væri, heldur vantar líka menn til að semja. Pví að sé það rétt, sem ég hef fyrir satt, að hugmyndaheimur íslenzkrar alþýðu sé svo sérstæður að 8"

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.